Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýjárs en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starfsmanna hér á vefnum.

Forneburingen barnehage

Forneburingen barnehage

Nýr leikskóli Forneburingen barnehage í Bærum kommune í Noregi var nýlega tekinn í notkun. Leikskólinn er á Fornebu svæðinu sem hefur verið í mikilli uppbyggingu allt frá því aðalflugvöllur Osló var lagður þar af fyrir um 20 árum.

Uppbygging í Gufunesi

Uppbygging í Gufunesi

Á næstu árum er áformað er að umbylta Gufunessvæðinu. Byggt verður á vinningstillögu rammaskipulags hollenskra ráðgjafa og gert er ráð fyrir íbúðarsvæði, kvikmyndaþorpi og fjölbreyttum þekkingariðnaði.

Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgað í Reykjavík

Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgað í Reykjavík

Til stendur að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborg Reykjavíkur, en slíkar hleðslustöðvar eru í samræmi við markmið borgarinnar um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta.

Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin í lok ágúst. Skólinn samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahúsi og verður í allt um 8.900 m2 að stærð. Áætlað er að byggingu fyrsta áfanga ljúki haustið 2018.

Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju í Noregi

Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju í Noregi

Fjölbreytileiki verkefna sem VSÓ tekur að sér er mikill. Sem dæmi má nefna að nú nýverið stýrði VSÓ skilgreiningu verkefnis og sá um útboð vegna kaupa á nýju pípuorgeli fyrir Jessheim kirkju í Noregi.

Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

VSÓ hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðs efnisnáms kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 6. október næstkomandi.

Borgarlínan

Borgarlínan

Borgarlína er risastór ákvörðun um hágæða almenningssamgöngur. Umferðalíkan sem VSÓ hefur þróað mun gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði

Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði, í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar, til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum.

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2017-2026. Samhliða vinnur Landsnet ásamt VSÓ Ráðgjöf umhverfismat kerfisáætlunar. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða.

Áskorun að fá að takast á við stór verkefni

Áskorun að fá að takast á við stór verkefni

Birgir Indriðason vinnur um þessar mundir við burðarþolsútreikninga grunnskólans og menningarmiðstöðvarinnar í Úlfarsárdal. Hann segir starfið fela í sér ýmsar áskoranir, það sé vissulega stressandi á köflum en þó aðallega skemmtilegt.

Vesturbugt – Vinningstillaga að veruleika

Vesturbugt – Vinningstillaga að veruleika

VSÓ, í samstarfi við fleiri aðila, hefur nú skrifað undir samning um uppbyggingu 176 íbúða ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík, sem er mjög sérstakt svæði á einstökum stað við höfnina og slippinn.

Hækkun sjávarstöðu á Höfuðborgarsvæðinu

Hækkun sjávarstöðu á Höfuðborgarsvæðinu

Hætta á sjávarflóðum vegna loftslagsbreytinga hefur ekki hlotið næga athygli og misbrestur er á að við skipulagsgerð sé farið sé eftir reglum Skipulagsstofnunar um skipulag byggðar á lágsvæðum.

Reykjanesvirkjun, meðferð og förgun útfellinga

Reykjanesvirkjun, meðferð og förgun útfellinga

Tillögu að matsáætlun vegna meðferðar og förgunar útfellinga frá Reykjanesvirkjun í Reykjanesbæ hefur nú verið auglýst til kynningar. HS Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.

Landmótun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells

Landmótun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells

Drög að tillögu að matsáætlun vegna landmótunar fyrir nýjan kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells hafa nú verið auglýst til kynningar og eru þau aðgengileg hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 27. febrúar 2017.

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki þriðja árið í röð

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki þriðja árið í röð

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega greiningu á íslenskum fyrirtækjum og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. VSÓ er meðal þeirra sem eru á lista árið 2016 og er því nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja þriðja árið í röð.

Orkuskipti leiða til sparnaðar í losun CO2

Orkuskipti leiða til sparnaðar í losun CO2

VSÓ hefur ásamt Landsneti unnið að samantekt á mögulegum orkuskiptum á Íslandi þar sem könnuð voru hver áhrifin yrðu á aflþörf og sparnað I losun CO2 ef notkun jarðefnaeldsneytis væri skipt út fyrir raforku. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum.

Framkvæmdum við Klettaskóla miðar vel

Framkvæmdum við Klettaskóla miðar vel

Framkvæmdum við Klettaskóla í Öskjuhlíð miðar vel og framvinda er samkvæmt áætlun. Um er að ræða rúmlega 2700 fermetra nýbyggingu sem mun meðal annars hýsa íþróttasal, tvær sundlaugar, búningsaðstöðu, eldhús og hátíðarsal.

Tvö glæsileg skrifstofuhús endurbyggð við Suðurlandsbraut

Tvö glæsileg skrifstofuhús endurbyggð við Suðurlandsbraut

Miklar byggingaframkvæmdir neðarlega við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa vakið athygli vegfarenda um nokkurra mánaða skeið. VSÓ hefur umsjón með þessum framkvæmdum og byggingastjóri verksins er Kristinn Alexandersson frá VSÓ.