Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingur á samgöngusviði

VSÓ leitar að verkfræðingi til starfa á samgöngusviði.  Leitað er að áhugasömu fólki sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði, sérhæfing í samgöngum er æskileg. 
  • Góðri þekkingu á forritum sem tengjast fagsviðinu. 
  • Góðri kunnáttu í íslensku, ensku og helst a.m.k. einu norðurlandamáli. 
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfið felst m.a. í vinnu með samgöngulíkön, almenningssamgöngur, samgönguskipulag og forhönnun samgöngumannvirkja. 

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Samgöngur, fyrir 24. júní. 

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.