Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingar og tæknifræðingar með sérhæfingu í burðarþoli, til starfa í Noregi

VSÓ leitar að verkfræðingum og tæknifræðingum til starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Noregi.  Áhugasömu fólki sem býr yfir:

  • M.Sc. eða B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði með sérhæfingu í burðarþoli.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynslu.
  • Góðri kunnáttu í norsku eða öðru skandinavísku tungumáli, bæði skriflegri og munnlegri.
  • Jákvæðni, frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfi felst meðal annars í:

  • Hönnun og ráðgjöf á sviði burðarvirkja.
  • Verkstýringu burðarþolshönnunar norskra verkefna.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Noregur, fyrir 8. janúar 2020. 

VSÓ hefur frá árinu 2010 sinnt fjölda verkefna í Noregi.  Stór hluti þeirra eru fjölbreytt hönnunarverk sem að miklu leyti eru unnin á Íslandi en krefjast einnig viðveru og þjónustu ytra, jafnt á hönnunar- sem framkvæmdatíma. Starfsfólk VSÓ í Noregi tekur því virkan þátt í þverfaglegri samvinnu með öðru starfsfólki fyrirtækisins. Skrifstofa VSÓ í Noregi er í Jessheim, í útjaðri Oslóar.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.