Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki.   VSÓ Ráðgjöf er skemmtilegur, hlýlegur og fjölskylduvænn vinnustaður.  Mikið er lagt uppúr góðum starfsanda, samheldni og vináttu.  Fyrirtækið starfrækir einnig öflugt starfsmannafélag sem árið um kring stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til yndis og skemmtunar.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, sérþekking á slitlagsútlögnum er æskileg.
 • A.m.k. 3ja ára starfsreynslu af sambærilegum störfum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.

Starfið felst m.a. í vinnu við verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit, áætlanagerð og ráðgjöf við lagningu vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni verkefnastjórn.

Sérfræðingur við verk- og framkvæmdaeftirlit húsbygginga og annarra byggingaframkvæmda

VSÓ leitar að sérfræðingi til starfa við verk- og framkvæmdaeftirlit.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Sveinsprófi á sviði byggingatækni.
 • Menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, iðnfræði eða sambærilegu, framhaldsmenntun er kostur. 
 • A.m.k. 5 ára starfsreynslu af verk- og framkvæmdaeftirliti.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Mjög góðri tölvukunnáttu.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.

Starfið felst einkum í framkvæmdaeftirliti, verkefnistjórn byggingarframkvæmda, áætlanagerð og annarri framkvæmdaráðgjöf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Framkvæmdaeftirlit

Rafmagnsverkfræðingur, rafmagnstæknifræðingur eða rafiðnfræðingur á sviði rafkerfa

VSÓ leitar að rafmagnsverkfræðingi, rafmagnstæknifræðingi eða rafiðnfræðingi til starfa á sviði rafkerfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði rafmangsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði.
 • Góðri þekkingu á Autodesk Revit
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af svipuðum störfum.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf á sviði rafkerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Rafkerfi.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði lagna- og loftræsikerfa

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa á sviði lagna- og loftræsikerfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, með áherslu á lagna- og loftræsikerfi.
 • Góðri þekkingu á Autodesk Revit
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf vegna lagna- og loftræsikerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Lagnir.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - hönnunarstörf

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við hönnunarstörf á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni hönnun.

Tækniteiknari á sviði byggðatækni

VSÓ leitar að tækniteiknara til starfa á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði tækniteiknunar.
 • Góðri kunnáttu í AutoCad og tengdum forritum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í a.m.k einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í teiknivinnu og annarri aðstoð við hönnuði vega, gatna og veitukerfa og einnig landslagsarkitekta.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Tækniteiknari byggðatækni.

 

Tækniteiknarar og byggingafræðingar á sviðum burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa

VSÓ leitar tækniteiknurum og byggingafræðingum til starfa.  Áhugasömum einstaklingum sem búa yfir:

 • Menntun á sviði tækniteiknunar eða byggingafræða.
 • Góðri kunnáttu í Autodesk Revit, AutoCad og tengdum forritum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í a.m.k einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Störfin felast m.a. teiknivinnu og annarri aðstoð við hönnuði á sviðum burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Tækniteiknari.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.