Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, sérþekking á slitlagsútlögnum er æskileg.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynslu af sambærilegum störfum.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.

Starfið felst m.a. í vinnu við verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit, áætlanagerð og ráðgjöf við lagningu vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni verkefnastjórn, fyrir 3. maí 2021.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - hönnunarstörf

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við hönnunstörf á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
  • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni hönnun, fyrir 3. maí 2021.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.