Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

 

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Sérfræðingur á sviði sjálfbærni- og umhverfismála við mannvirkjagerð

VSÓ leitar að sérfræðingi í sjálfbærni og umhverfismálum á sviði mannvirkjagerðar til starfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í þróun lausna og ráðgjöf á sviði hringrásarhagkerfisins, LCA, LCC, BREEAM o.fl. tengdu GRÆNU LEIÐINNI

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Græna leiðin.

Sérfræðingur í öryggis- og umhverfisstjórnun

VSÓ leitar að sérfræðingi í öryggis- og umhverfisstjórnun til starfa í fjölbreyttu teymi fyrirtækisins.
Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslenksu og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Frumkvæði og hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Starfsreynsla af öryggis- og umhverfisstjórnun er kostur en ekki skilyrði.

Í starfinu felst fjölbreytt vinna m.a. við:

 • Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisstjórnun við hönnun, framkvæmd og rekstur.
 • Margvíslegt áhættumat á undurbúningsstigi framkvæmda, hönnunarstigi og í rekstri.
 • Vinnuverndarmál.
 • Innleiðingu og rekstur öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfa, ISO 45001 og ISO 14001.
 • Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfiseftirlit á framkvæmdatíma og samræming öryggis- og heilbrigðismála við framkvæmdir.
 • Mat á umhverfisáhrifum og skipulagsgerð.
 • Innri úttektir hjá VSÓ og viðskiptavinum.

VSÓ er viðurkenndur þjónustuaðili hjá Vinnueftirliti ríkisins og veitum við heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.

Á Umhverfis- og skipulagssviði starfa fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem fæst við alls konar verkefni. Við leggjum áherslu á teymisvinnu, nýsköpun og þróun og góða þjónustu.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Öryggi og umhverfi.

Rafmagnsverkfræðingur, rafmagnstæknifræðingur eða rafiðnfræðingur á sviði rafkerfa

VSÓ leitar að rafmagnsverkfræðingi, rafmagnstæknifræðingi eða rafiðnfræðingi til starfa á sviði rafkerfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði rafmangsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði.
 • Góðri þekkingu á Autodesk Revit
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af svipuðum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf á sviði rafkerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Rafkerfi.

Tækniteiknarar og byggingafræðingar á sviðum burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa

VSÓ leitar tækniteiknurum og byggingafræðingum til starfa.  Áhugasömum einstaklingum sem búa yfir:

 • Menntun á sviði tækniteiknunar eða byggingafræða.
 • Góðri kunnáttu í Autodesk Revit, AutoCad og tengdum forritum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í a.m.k einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Störfin felast m.a. teiknivinnu og annarri aðstoð við hönnuði á sviðum burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Tækniteiknari.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - hönnunarstörf

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við hönnunarstörf á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
 • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni hönnun.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, sérþekking á slitlagsútlögnum er æskileg.
 • A.m.k. 3ja ára starfsreynslu af sambærilegum störfum.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.

Starfið felst m.a. í vinnu við verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit, áætlanagerð og ráðgjöf við lagningu vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni verkefnastjórn.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.