Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki. VSÓ Ráðgjöf er skemmtilegur, hlýlegur og fjölskylduvænn vinnustaður.  Mikið er lagt uppúr góðum starfsanda, samheldni og vináttu.  Fyrirtækið starfrækir einnig öflugt starfsmannafélag sem árið um kring stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til yndis og skemmtunar.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Ráðgjafi á samgöngusviði

VSÓ leitar að ráðgjafa til starfa á samgöngusviði. Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi. Sérhæfing i samgöngum er kostur en ekki skilyrði.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
  • Faglegum áhuga, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felur í sér fjölbreytt samgöngutengd verkefni, allt frá skipulagstigi að lokahönnun, m.a. við umferðargreiningar, umferðarpár, hermun, samgönguskipulag, almenningssamgöngur, ljósastýringar, samgöngulíkön og forhönnun samgöngumannvirkja.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Samgöngur.

Skipulagsráðgjafi

VSÓ Ráðgjöf leitar að ráðgjafa til starfa við skipulagsmál. Starfið felur í sér fjölbreytt skipulagsverkefni á öllum stigum, margvíslegar greiningar t.d. um staðarval, atvinnuhúsnæði, landslag, íbúaþróun, íbúðaþörf, loftslagsmál og náttúruvá. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði skipulagsfræða, umhverfisverkfræði, landfræði, landslagsarkitektúrs eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góðri þekkingu á landfræðilegum upplýsingakerfum og helstu forritum sem tengjast fagsviðinu.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og lausnamiðuðu viðhorfi.
  • Góðri kunnáttu í íslensku, bæði munnlegri og skriflegri.

Starfsreynsla af sembærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Skipulag.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja

VSÓ leitar að sérfræðingi til starfa á sviði burðarvirkja.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, með sérþekkingu í burðarþolsfræðum.
  • Góðri þekkingu á Autodesk Revit.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynslu af verkfræðistörfum á sviði burðarvirkja.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku. Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun burðarvirkja, áætlanagerð og annarri ráðgjöf á sviði húsbygginga og mannvirkjagerðar.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Burðarvirki.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - hönnunarstörf

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við hönnunarstörf á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
  • Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni hönnun.

Sérfræðingur með BIM þekkingu

VSÓ leitar að sérfræðingi með BIM þekkingu til starfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekkingu og reynslu af samræmingarhugbúnaði og stýringu á vefhótelum.
  • Þekkingu á BIM stöðlum ásamt stafrænni eftirfylgni byggingarverkefna.
  • Faglegum áhuga, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Reynslu og þekkingu innan mannvirkjageirans.

Starfið felst meðal annars í:

  • Að innleiða, fylgja eftir og leiða BIM innan ólíkra verkefna.
  • Þátttöku í faglega sterku BIM teymi um þróun og mótun aðferðafræði BIM.
  • BIM stjórnun og ráðgjöf ásamt samræmingu hönnunar.
  • Innleiðingu á notkun upplýsingalíkana, allt frá undirbúningi verkefna til afhendingar og reksturs. mannvirkja, til að auka gæði og nákvæmni hönnunar.
  • Að auka gæði og nákvæmi áætlanagerðar með notkun BIM.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.

Ásamt því að vera leiðandi fyrirtæki í notkun á BIM þá býður VSÓ upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar BIM sérfræðingur.

Sumarstörf

VSÓ ræður sumarstarfsfólk til starfa á ári hverju, jákvæða og metnaðarfulla einstaklinga sem stunda háskólanám t.d. á sviði verkfræði, tæknifræði eða í öðrum greinum sem tengjast þjónustusviðum fyrirtækisins.

Störfin felast einkum í aðstoð við fjölbreytt hönnunar- og ráðgjafarverkefni, þau geta verið af ýmsum toga og gefa gott tækifæri fyrir háskólanema til að öðlast fjölbreytta reynslu. Hlutastörf með háskólanámi geta einnig komið til greina í framhaldinu, eftir samkomulagi.

VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Sumarstarf.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.