28. apríl 2017

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2017-2026 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða vinnur Landsnet ásamt VSÓ Ráðgjöf umhverfismat kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið. Í umhverfisskýrslu verður lögð áhersla á að fjalla um breytingar sem verða á milli áætlana. Grundvöllur matsvinnu verður samanburður ýmissa valkosta sem koma til í mótunarferli kerfisáætlunar.

Öll helstu gögn á heimasíðu Landsnets

Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar verður í samræmi við lög nr. 106/2005 og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins. Hér má nálgast Matslýsingu fyrir Kerfisáætlun 2017-2026.

Athugasemdafrestur

Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. maí 2017.