Um okkur
traust og fagleg þjónusta
VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra sérmenntaðara starfsmanna.
Víðtæk reynsla og þekking starfsmanna VSÓ byggir m.a. á þeim fjölbreyttu verkefnum sem fyrirtækið hefur unnið að hér á landi og erlendis á þeim ríflega 65 árum sem liðin eru frá því fyrirtækið var stofnað árið 1958. Í upphafi starfaði fyrirtækið einkum á sviði byggingarverkfræði en á áttunda áratugnum var farið inn á nýjar brautir með fjölbreyttari þjónustu til að mæta kröfum viðskiptavina.
Með tímanum hafa umsvif VSÓ aukist til muna um leið og þjónusta fyrirtækisins hefur orðið víðtækari, ýmist með þróun nýrra ráðgjafasviða, stofnun dótturfélaga eða í samstarfi við aðila sem búa yfir sérþekkingu á viðkomandi sviðum.
Einkunnarorð og gildi VSÓ Ráðgjafar eru:
ÁRANGUR – Við leggjum áherslu á að öll verkefni sem við tökum að okkur skili raunverulegum árangri fyrir viðskiptavininn.
FRAMFARIR – Stöðugar framfarir skipta VSÓ höfuðmáli því aðeins þannig getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að bæta árangur.
FORSKOT – Við viljum að ráðgjöf okkar hjálpi viðskiptavinum að ná forskoti á sínu sviði.
Stefnur VSÓ Ráðgjafar
VSÓ Ráðgjöf hefur innleitt sjálfbærnistefnu sem heldur utan um stefnu fyrirtækisins m.t.t. gæða, heilsu, öryggis, umhverfis og ábyrgra stjórnarhátta. Einnig hefur VSÓ innleitt jafnréttisáætlun, persónuverndarstefnu og stefnu gegn einelti, ofbeldi og áreiti (EKKO).
Jafnframt er það stefna fyrirtækisins að starfsfólk hafi viðeigandi þekkingu og reynslu varðandi umhverfismál, öryggis– og heilsumál og er starfsfólk hvatt til þess að vinna að og hafa þessi mál í huga við öll störf.
Stjórn
Stjórn VSÓ starfar í samræmi við lög um hlutafélög og samþykktir félagsins. Meginhlutverk stjórnar er m.a. að gæta hagsmuna hluthafa og hafa eftirlit með því að félagið starfi í samræmi við þau lög og reglur sem um starfsemina gilda sem og þær samþykktir og stefnur sem félagið hefur sett sér. Stjórnina skipa eftirtaldir starfsmenn:
Stefán Gunnar Thors – Stjórnarformaður
Einar Freyr Hilmarsson – Varamaður
Einar Kristján Stefánsson – Stjórnarmaður
Erla Björg Aðalsteinsdóttir – Stjórnarmaður
Helena Margrét Áskelsdóttir – Stjórnarmaður
Hrefna Fanney Matthíasdóttir – Stjórnarmaður og ritari
Smári Ólafsson – Stjórnarmaður
Stjórnskipulag
VSÓ Ráðgjöf hefur frá stofnun ætíð verið í eigu starfsfólks fyrirtækisins og er í dag í eigu 25 hluthafa sem allir eru starfandi hjá félaginu.
Starfsemi fyrirtækisins skiptist í sjö mismunandi svið – Burðarvirki, Byggðatækni, Samgöngur, Umhverfi & skipulag, Tæknikerfi, Verkefnastjórn og Fjármál & rekstur. Að auki heyrir undir starfsemina dótturfélagið VSO Consulting AS í Noregi sem alfarið er í eigu VSÓ Ráðgjafar.
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur í umboði stjórnar VSÓ, ber ábyrgð á starfsemi fyrirtækisins og sér til þess að unnið sé eftir settum markmiðum og skipulagi. Hann er næsti yfirmaður sviðsstjóra og myndar með þeim framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn skipa:
Runólfur Þór Ástþórsson – Framkvæmdastjóri
Alma Pálsdóttir – Sviðsstjóri Tæknikerfa
Árni Snær Kristjánsson – Sviðsstjóri Byggðatækni
Ernst Guðjón Backman – Framkvæmdastjóri VSO Consulting AS
Ester Ottesen – Mannauðsstjóri
Haukur Hlíðkvist Ómarsson – Fjármálastjóri
Kristinn Alexandersson – Sviðsstjóri Verkefnastjórnunar
Kristján Einar Auðunsson – Sviðsstjóri Burðarvirkja
Smári ÓIafsson – Sviðsstjóri Samgangna
Stefán Gunnar Thors – Sviðsstjóri Umhverfis og skipulags
Sjálfbærniskýrsla
VSÓ Ráðgjöf metur á ári hverju frammistöðu sína á sviði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar í samræmi við UFS mælikvarða um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti. Niðurstöður þess eru eru teknar saman í sjálfbærniskýrslu þar sem farið er yfir þau markmið fyrirtækisins sem tengjast mælikvörðunum.
Við leggjum ríka áherslu á að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbærri þróun í okkar starfsemi og leitumst stöðugt við að bæta frammistöðu okkar á sviði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar.
Vottað gæðakerfi
VSÓ Ráðgjöf hefur byggt upp gæðakerfi sem fengið hefur vottun skv. ÍST ISO 9001:2015, ÍST ISO 14001:2015 og ÍST ISO 45001:2018 og tekur kerfið á öllum þáttum í starfsemi fyrirtækisins.
Einnig hefur VSÓ byggt upp jafnlaunakerfi og hlotið jafnlaunavottun skv. staðlinum ÍST 85. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu hans hefur fyrirtækið komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Gæðakerfi VSÓ Ráðgjafar er vottað af óháðum aðila og er tekið út af sama aðila tvisvar á ári.



