Ný menningarmiðja í Úlfarsárdal

Ný menningarmiðja í Úlfarsárdal

VSÓ hefur samið við Reykjavíkurborg um verkhönnun á fyrstu tveimur áföngum nýrrar menningarmiðju sem mun rísa við Úlfarsá. Heildarstærð mannvirkja sem rísa á svæðinu verður um 16.000 fermetrar.

Heimspekingur í heimsókn

Heimspekingur í heimsókn

Á þessu ári hefur Umhverfis og skipulagssvið staðið fyrir fyrirlestrarröð innan fyrirtækisins þar sem fólk víðsvegar að heldur stutt erindi um tiltekin viðfangsefni. Að þessu sinni leit mætti Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og prófessor við HÍ með erindið Maður og náttúra, verndun og nýting.

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Starfsfólk VSÓ fékk úthlutað styrkjum úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að vinna að níu verkefnum á þessu ári. Þar af voru fjögur kynnt á Rannsóknarráðstefnunni föstudaginn 30. október.

Nýtt hjúkrunarheimili byggt í Hamar í Noregi

Nýtt hjúkrunarheimili byggt í Hamar í Noregi

Framkvæmdum við nýtt 5.000 fermetra hjúkrunarheimili í Hamar í Noregi miðar vel en öll verkfræðileg hönnun og verkefnisstjórn er í höndum VSÓ. Stefnt er að því að hjúkrunarheimilið, sem ber heitið Finsalhagen Omsorgssenter, verði tilbúið til notkunar þann 1. desember.

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

Samgönguráð hefur auglýst drög að tillögu að samgönguáætlun 2015-2026 ásamt umhverfisskýrslu. Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2015-2026 fór fram samhliða áætlanagerðinni og var unnið af VSÓ Ráðgjöf.

Undirritun samnings um hönnun  meðferðarkjarna Landspítala

Undirritun samnings um hönnun meðferðarkjarna Landspítala

Samningur um fullnaðarhönnun meðferðarkjarna Landspítala var undirritaður miðvikudaginn 2. september. Meðferðarkjarninn mun m.a. hýsa bráðamóttöku, slysadeild, skurðstofur, gjörgæslu, myndgreiningu og bráðalegudeildir.

Umhverfisskýrsla vegna kerfisáætlunar Landsnets

Umhverfisskýrsla vegna kerfisáætlunar Landsnets

VSÓ hefur að undanförnu unnið að gerð umhverfisskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024. Í kerfisáætluninni er gerð grein fyrir framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins næstu 10 árin. Bornir eru saman tveir meginvalkostir annars vegar Hálendisleið og hins vegar Byggðaleið.

Efnistaka kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

VSÓ Ráðgjöf hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar efnistöku kalkþörungsets Íslenska kalkþörungafélagsins í Ísafjarðardjúpi. Almenningur er hvattur til að kynna sér efni tillögunnar.

Hótel Sigló, nýtt hótel á Siglufirði

Hótel Sigló, nýtt hótel á Siglufirði

Nýlega var tekið í notkun nýtt hótel við smábátahöfnina á Siglufirði – Hótel Sigló. Hótelið sem er reist á uppfyllingu út í höfnina er 68 herbergi auk veitingasalar, barsvæðis og arinstofu með útsýni yfir höfnina. VSÓ annaðist hönnun burðarvirkja og lagnakerfa hótelsins.

Framkvæmdir hafnar við Klettaskóla

Framkvæmdir hafnar við Klettaskóla

Framkvæmdir eru hafnar við nýbyggingu og endurbætur á Klettaskóla í Reykjavík, sem er með stærri byggingarverkefnum sem sett hafa verið af stað í höfuðborginni eftir hrun. VSÓ Ráðgjöf sér um alla verkfræðihönnun aðra en hljóð- og brunahönnun.

VSÓ safnar áheitum fyrir WOW Cyclothon 2015

VSÓ safnar áheitum fyrir WOW Cyclothon 2015

Annað árið í röð ætla starfsmenn VSÓ að hjóla hringinn í kring um landið til styrktar góðu málefni undir merkjum WOW Cyclothon. Hjólareynsla einstaklinga er allt frá engri upp í ástríðuhjólamennsku en markmiðin eru nokkuð einföld – að taka þátt og hafa gaman – en ekki skemmir að hjólað er til góðs.

VSÓ fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

VSÓ fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

VSÓ Ráðgjöf óskar Íslendingum til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna í dag, 19. júní 2015. Í tilefni dagsins gefur fyrirtækið öllum starfsmönnum frí frá hádegi, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum.

VSÓ Járnkarlinn 2015

VSÓ Járnkarlinn 2015

Föstudaginn 5. júní síðastliðinn var VSÓ Járnkarlinn haldinn í annað sinn. Járnkarlinn er hugsaður fyrir starfsmenn og maka þeirra og einnig sem allsherjar hreyfidagur VSÓ. Dagurinn hófst með 500 m sundspretti, eftir það var hjólað um 25 km leið að Esjurótum og loks gengið upp að steini.

VSÓ lýkur við alþjóðlegan frjálsíþróttavöll í Hamar í Noregi

VSÓ lýkur við alþjóðlegan frjálsíþróttavöll í Hamar í Noregi

Nýr frjálsíþróttavöllur hannaður af VSÓ var tekin formlega í notkun með stórmóti norskra frjálsíþróttamanna í bænum Hamar í Noregi um Hvítasunnuhelgina. Um er að ræða fullbúinn íþróttavöll með aðstöðu fyrir allar greinar frjálsra íþrótta þ.a.m. hlaupabrautir, langstökksgryfjur, platta fyrir kúluvarp og sleggjukast.

Fyrstu sjálfakandi bílarnir á Íslandi innan fimm ára

Fyrstu sjálfakandi bílarnir á Íslandi innan fimm ára

Hugmyndin um sjálfakandi bíla er ekki lengur fjarlægur draumur en tilraunir með slíka bíla standa yfir víða um heim. Sverrir Bollason hjá VSÓ hefur gert rannsókn á því hvernig aðstæður hérlendis henta til notkunar sjálfakandi bíla.

Húsnæði Oceaneering í Sandnes tekið í notkun

Húsnæði Oceaneering í Sandnes tekið í notkun

VSÓ hefur nýlega lokið vinnu við eitt stærsta einstaka verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi undanfarin ár, húsnæði Oceaneering við Vestre Svanholmen í Sandnes, og hefur húsnæðið sem hér um ræðir nú verið tekið í notkun.

VSÓ fær vottað Öryggis- og heilsustjórnunarkerfi

VSÓ fær vottað Öryggis- og heilsustjórnunarkerfi

VSÓ fékk fyrr í þessari viku formlega afhent vottorð til staðfestingar á því að Öryggis- og heilsustjórnunarkerfi fyritækisins uppfyllti kvaðir OSHAS 18001:2007 staðalsins en í lok síðasta árs lá fyrir að kerfið stæðist þær kröfur sem gerðar eru skv. staðlinum.

Ný frystigeymsla Eimskips í Hafnarfirði

Ný frystigeymsla Eimskips í Hafnarfirði

Eimskip hefur ákveðið að ráðast í byggingu á fullkominni 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði, í ljósi þess að veruleg aukning hefur orðið á eftirspurn eftir frystigeymsluplássi og -þjónustu bæði fyrir sjávarafurðir og aðrar frystar neytendavörur.

Umhverfismat Samgönguáætlunar á Samgönguþingi

Umhverfismat Samgönguáætlunar á Samgönguþingi

Vinna við umhverfismat Samgönguáætlunar 2015-2026 var kynnt á fjölsóttu Samgönguþingi sem Innanríkisráðuneytið efndi til í Hörpunni þann 19. febrúar sl. Á þinginu fór Sigríður Droplaug Jónsdóttir hjá VSÓ yfir helstu atriði tengd umhverfismati áætlunarinnar.