VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

VSÓ veitti sjálfbærniráðgjöf í verkefninu en sérstaklega er minnst á þann þátt í mati dómnefndar þar sem fram kemur að ánægjulegt sé hvernig endurnýting og vistvæni er hugsuð inn í tillöguna, auk umfjöllunar um hvernig á að svara kröfu um BREEAM-vottun.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum BIM-stjórnunar, umhverfisvottana, skipulags, byggðatækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

VSÓ veitti sjálfbærniráðgjöf í verkefninu en sérstaklega er minnst á þann þátt í mati dómnefndar þar sem fram kemur að ánægjulegt sé hvernig endurnýting og vistvæni er hugsuð inn í tillöguna, auk umfjöllunar um hvernig á að svara kröfu um BREEAM-vottun.

Ferðir á einstakling – Greining á ferðavenjum

Meginmarkmið verkefnisins er samanburður á ferðavenjukönnun ársins 2019 við eldri kannanir. Niðurstöðurnar gera fólki kleift að fylgjast með þróun og breytingum á ferðavenjum og kom m.a. í ljós að á milli ára hefur fjölgað í hópi einstaklinga á aldrinum 60+ sem fara engar ferðir yfir daginn.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 72 nýjar plöntur í trjáræktarlundi við Reynisvatn, sem er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfseminnar. Sex ár eru síðan gróðursetning hófst og gaman er að sjá hve vel þær fjölbreyttu tegundir sem plantað hefur verið hafa dafnað.

Rannsóknaskýrsla um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli

Á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar var verkefnið „Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli“ kynnt. Færst hefur í vöxt að deiliskipulag sé unnið fyrir vegsvæði, samhliða auknum kröfum um nýtingu ólíkra samgöngumáta á vegsvæðum sem og samráð og upplýsingagjöf um framkvæmdir almennt.