VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Bygging nýrrar vegbrúar yfir Stóru-Laxá

Ný tvíbreið vegbrú er um þessar mundir í byggingu yfir Stóru-Laxá, á mörkum Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Undirstöður voru steyptar í júlí en framundan er að steypa brúardekkið sjálft, sem er 145 m. langt. Dekkið verður steypt í einu lagi og mun steypuvinna standa yfir samfleytt í 36 klst.

Alvarleiki umferðarslysa minnkar með því að verja fleiri vinstri beygjur en slysatíðni eykst

VSÓ gerði nýverið slysagreiningu á mismunandi úfærslum varinna vinstri beygjufasa á ljósastýrðum gatnamótum. Niðurstöðurnar gefa m.a. til kynna að betra öryggi fáist á fullvörðum gatnamótum, þar sem báðir vegir sem að gatnamótunum koma eru varðir.

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar hefur verið gefin út og birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Um er að ræða vegvísi sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um leiðir að markvissri og bættri úrgangsstjórnun í samræmi við markmið um innleiðingu hringrásarhagkerfis.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum  byggðatækni, jarðverkfræði, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Græna leiðin til bættrar orkunýtingar

Eftir því sem við áttum okkur betur á áhrifum okkar á jörðina hefur nauðsyn þess að draga úr umhverfisáhrifum og aðlaga okkur að loftslagsbreytingum orðið brýnni. Græna leiðin hjá VSÓ felur í sér vistvænar og hagkvæmar lausnir með grænum áherslum, sem lágmarka kolefnislosun, auðlindanýtingu og úrgangsmyndun.