VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú

Frumdrög og vefsjá

VSÓ, fyrir hönd Vegagerðarinnar, vinnur að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú. Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Síðastliðið haust gerðu starfsfólk og fjölskyldur þeirra sér glaðan dag og gróðursettu tré við Reynisvatn.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum sjálfbærni- og umhverfismála, burðarvirkja,  byggðatækni, jarðverkfræði, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa, tækniteiknunar o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

KCAP teymið, þar á meðal VSÓ, með sigurtillögu í alþjóðlegri samkeppni!

Í sigurtillögunni lagði KCAP teymið til samþætta framtíðarsýn, sem tengir metnaðarfulla þróunarhugmynd við sjálfbæra borgarhönnun, landslagseinkenni og framtíðar samgöngulausnir.

Ástand stoppistöðva á landsvísu

Skýrslan „Ástand stoppistöðva á landsvísu“ var gefin út á dögunum, en hún er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands.