VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Sjálfbærniskýrsla VSÓ 2024

VSÓ hefur nú gefið út sjálfbærniskýrslu ársins 2024 til að kynna starfsemi, stefnu og markmið fyrirtækisins varðandi sjálfbærni. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á hvernig við stöndum okkur, bæði hjá fyrirtækinu sjálfu og í þeim verkefnum sem við sinnum, auk þess að fara yfir stöðu settra markmiða. 

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviði verkefnastjórnunar, byggðatækni, samgangna og BIM ráðgjafar,  á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.