VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Traðarreitur Eystri

Kópavogsbær er í metnaðarfullu uppbyggingastarfi í miðbænum sem fer hönd í hönd við fyrsta áfanga Borgarlínunnar. Markmið uppbyggingarinnar er að þétta og stuðla að vistvænni byggð sem leggur áherslu á vistvæna ferðamáta og þjónustu í nærumhverfi.

Orkureitur

Umhverfis- og skipulagssvið VSÓ Ráðgjafar hefur verið ráðgefandi við Orkureitinn allt frá upphafi og hélt m.a. utan um hugmyndasamkeppnina, og er verkefnisstjóri með breytingu á deiliskipulagi í samstarfi við Alark arkitekta og Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.
Að auki heldur VSÓ Ráðgjöf utan um vinnu við BREEAM Communities vottunina í samvinnu við Mannvit, sem sér um hina eiginlegu vottun skipulagsins í samvinnu við Building Research Establishment (BRE) í Bretlandi.  

Ísland í dag - Nærri tveimur áratugum síðar

Fyrir stuttu birtist greinin Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar í tímariti VFÍ, Verktækni þar sem fjallað er um stöðu brunahönnunar, hljóðhönnunar, lýsingarhönnunar og ráðgjafar í byggingareðlisfræði á íslenskum byggingarmarkaði.

Græna leiðin í byggingum

Til að vekja athygli á vistvænni hönnun stóð VSÓ nýverið fyrir málstofu þar sem umhverfisvænar grænar lausnir fyrir byggingariðnaðinn voru kynntar. VSÓ skoðar umhverfisáhrif mannvirkja og býður upp á ýmsar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum, allt frá hönnun og skipulagi til niðurrifs.