VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Dagana 27. og 30. desember verður skrifstofa VSÓ lokuð en við bendum á að hægt er að nálgast símanúmer og netföng starfsmanna hérna á síðunni. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 8:30.

Verkfræðingar og tæknifræðingar með sérhæfingu í burðarþoli, til starfa í Noregi

VSÓ leitar að vekfræðingum og tæknifræðingum með sérhæfingu í burðarþoli, til starfa í Noregi. Starfi felst meðal annars í hönnun og ráðgjöf á sviði burðarvirkja og verkstýringu burðarþolshönnunar norskra verkefna. 

Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Það er í mörg horn að líta þegar draga á úr innbyggðri kolefnislosun bygginga og lágmarka kolefnislosun rekstrar. VSÓ setur markið á kolefnishlutlausar byggingar í náinni framtíð og býður upp á fjölbreyttar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum.

Vindmyllur á Grjóthálsi, drög að matsáætlun

Áformað er að reisa vindmyllur í landi Hafþórs- og Sigmundarstaða í Borgarbyggð. Í drögum að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Drögin má nálgast hér á vefnum en frestur til að senda inn ábendingar er til 15. nóv. 2019.

Endurbætur á Þingvallavegi

Endurbætur hafa undanfarið staðið yfir á Þingvallavegi í gegnum Þingvallaþjóðgarð. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá dæmi um útlit vegarins fyrir og eftir framkvæmdir því sjón er sannarlega sögu ríkari!