VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Umhverfismat 24.000 tonna laxeldis á landi í Ölfusi

Skipulagsstofnun hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fiskeldis Geo Salmö í Ölfusi til kynningar. Skýrslan er m.a. aðgengileg hér á vefnum en frestur til að senda inn umsagnir um framkvæmdina og umhverfismat hennar er til og með 24. janúar 2023.

Kortlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs

Stefnt er að því að innleiða hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði. Í nýútkominni skýrslu má finna leiðbeiningar um hvernig auka megi endurnotkun, enndurvinnslu og endurnýtingu með það að markmiði að minnka förgun byggingarefna og viðhalda verðmætum.

Lagning rafskúta í borgarlandi

Fjöldi rafskúta í útleigu hérlendis fer ört vaxandi sem vekur spurningar um hvernig þeim skuli lagt þegar þær eru ekki í notkun. Margar erlendar borgir hafa tekist á við sama úrlausnarefni og leyst það með mismunandi hætti. Í rannsóknarverkefni VSÓ fyrir Vegagerðina voru þessar mismunandi leiðir kannaðar nánar.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum BIM-stjórnunar, umhverfisvottana, skipulags, byggðatækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.