VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 156 nýjar trjáplöntur í tráræktarlundi fyrirtækisns við Reynisvatn. Mikill drifkraftur og gleði ríkti í hópnum enda verkefnið skemmtilegt og gefandi. Gróðursetning trjánna er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfsemi sinnar.

Ný brú yfir Stóru-Laxá

Ný vegbrú yfir Stóru-Laxá hefur verið formlega tekin í notkun.  Takast þurfti á við ýmsar áskoranir við byggingu brúarinnar m.a. að rjúfa veg til þess að hindra að krapaflóð grandaði ófullgerðri brúnni og að yfirbyggja þurfti brúna með tímabundnum skála til að hægt væri að steypa brúardekkið að vetrarlagi.

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni

Skýrsla um endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni m.t.t. aðgengis fatlaðra hefur verið gefin út. Meginmarkmið skýrlunar er að aðstoða Vegagerðina við að bæta aðstöðu fatlaðs fólks með grunnhugmyndum að hentugum stoppistöðvum.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf við öyggis- og umhverfisstjórnun, skipulagsráðgjöf, samgöngumál, rafkerfi, lagna- og loftræsikerfi, burðarvirki o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Áhugaverðir staðir á gullna hringnum - Skráning myndastoppa

Meginniðurstaða úttektar VSÓ á myndastoppum við Gullna hringinn er að gera þurfi úrbætur og auka umferðaröryggi á mörgum áningarstöðum ferðamanna á þessari fjölförnu leið.

K64 Þróunaráætlun

Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni.