Við leiðum þig í átt að betra samfélagi
VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra sérmenntaðra starfsmanna.
Þjónustulínur
VSÓ Ráðgjöf veitir viðskiptavinum sínum alhliða verkfræðiráðgjöf og skiptist þjónusta fyrirtækisins í sjö mismunandi svið, að Fjármála og rekstrarsviði meðtöldu. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir megin þjónustusvið fyrirtækisins.
Burðarvirki
Við hönnun burðarvirkja eru kröfur um styrk, útlit og hagkvæmni samræmdar með nýjustu tækni til útreikninga og við myndvinnslu.
Tæknikerfi
Hin fjölmörgu tæknikerfi mannvirkja, bæði rafkerfi og lagnakerfi, bjóða upp á síaukna möguleika til að auka hagkvæmni og bæta lífsgæði notenda.
Byggðatækni
Yfirborð og jarðvegur hins manngerða og náttúrulega umhverfis ásamt undirliggjandi kerfum eru verksvið byggðatækni.
Umhverfi og skipulag
Öll uppbygging og nýting á landi hefur langvarandi áhrif á umhverfi þess og notendur. Mikilvægt að standa rétt að öllum undirbúningi.
Samgöngur
Skilvirkar samgöngur og öryggi í umferðinni skipta höfuðmáli svo öll komist leiðar sinnar með sem greiðustum hætti.
Verkefnastjórn
Hverskyns byggingarframkvæmdir krefjast góðs undirbúnings, ígrundaðra áætlana, ábyrgrar stjórnunar og öflugs eftirlits.
Starfsfólkið okkar
VSÓ Ráðgjöf er skemmtilegur, hlýlegur og fjölskylduvænn vinnustaður. Mikið er lagt uppúr góðum starfsanda, samheldni og vináttu. Fyrirtækið starfrækir einnig öflugt starfsmannafélag sem árið um kring stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til yndis og skemmtunar.
Meðalaldur
Þjóðerni
Laus störf
Kaffiblollar á ári
Dæmi um nýleg verkefni
VSÓ Ráðgjöf hefur unnið að mörgum skemmtilegum og krefjandi verkefnum af næstum óendanlegum fjölbreytileika við skipulag, hönnun, umhverfismál, eftirlit, samgöngur, verkefnastjórn, áætlanagerð og aðra margvíslega verkfræðiráðgjöf.


