VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum sjálfbærni- og umhverfismála, burðarvirkja,  byggðatækni, jarðverkfræði, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa, tækniteiknunar o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Sævarhöfði 31 - Vaxtarhús

VSÓ Ráðgjöf er hluti af hönnunarteymi sem bar sigur úr býtum í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og samtakanna C40 um uppbyggingu Sævarhöfða 31 í Reykjavík.  Verkefnið er sérlega áhugavert m.t.t. lausna á sviði hringrásarhagkerfisins, sjálfbærni, umhverfisgæða og lægra kolefnisfótspors.  Þá sker lóðin við Sævarhöfða 31 sig allnokkuð úr umhverfinu vegna tveggja 40 m hárra sementssílóa sem þar standa en fyrirhugað er að sílóin standi áfram og þeim fundið nýtt hlutverk.

Hjólaleiðanet fyrir Reykjavíkurborg

Tillaga að hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2025 var samþykkt í lok maí.  Ráðgjafar úr hópi starfsmanna VSÓ unnu með stýrihópnum sem mótaði tillöguna og uppbygging hjólaleiða í Reykjavík næstu árin mun byggja á greiningum VSÓ Ráðgjafar.  Við erum stolt af okkar framlagi til þess að hjólaborgin Reykjavík taki út nýtt þroskaskeið.

Rafskútur og umferðaröryggi

Skýrslan Rafskútur og umferðaröryggi  var gefin út á dögunum en um er að ræða afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg. Rafskútur hafa verið að ryðja sér braut sem nýr virkur ferðamáti og tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafa á umferðaröryggi.

Kynning á aðstöðustjórnun

Aðstöðustjórnun er fagsvið í örum vexti í heiminum. Nýlega stóð VSÓ fyrir opnum kynningarfundi um aðstöðustjórnun sem haldinn var á vegum Stjórnvísi. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér á vefnum og kynna sér málefni aðstöðustjórnunar nánar.

Græna leiðin fyrir geimskipið jörð

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum felur það í sér að hámarka efna- og orkunýtingu með því að hanna varanlega byggingarhluta sem hafa þann möguleika á því að vera teknir í sundur og endurnýttir. Við hjá VSÓ Ráðgjöf höfum verið að vinna brautryðjandi starf á sviði hringrásarhagkerfisins. Við stefnum að því að innleiða þennan hugsunarhátt í allt okkar hönnunarferli.

BREEAM umhverfisvottun

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi hins byggða umhverfis í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. VSÓ Ráðgjöf veitir ráðgjöf varðandi BREEAM vistvottun og þar starfa viðurkenndir BREEAM matsaðilar.