VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Sjálfbærniskýrsla VSÓ Ráðgjafar 2022

VSÓ hefur nú gefið út sjálfbærniskýrslu ársins 2022 til að kynna starfsemi, stefnu og markmið fyrirtækisins varðandi sjálfbærni. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á hvernig við stöndum okkur, bæði innandyra og í þeim verkefnum sem við sinnum, auk þess að fara yfir stöðu settra markmiða. 

K64 Þróunaráætlun

Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni.

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum BIM-stjórnunar, umhverfisvottana, skipulags, byggðatækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi

VSÓ hefur komið að verkefnum við uppbyggingu landeldis með ýmsum hætti, allt frá mati á umhverfisáhrifum yfir í hönnun á mannvirkjum. Kröfur um sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa fara sífellt vaxandi og því skiptir vönduð deiliskipulagsvinna og mat á umhverfisáhrifum miklu máli.

Nýjar skíðalyftur í Bláfjöllum

Biðraðir í lyftur í Bláfjöllum ættu núna að heyra sögunni til því tvær nýjar stólalyftur, Drottningin og Gosinn, hafa verið opnaðar sem hvor um sig hefur flutningsgetu upp á 2.400 manns á klukkustund.