VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa á sviði byggðatækni. Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.  Kynntu þér málið nánar hér á vefnum. 

BREEAM umhverfisvottun

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi hins byggða umhverfis í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. VSÓ Ráðgjöf veitir ráðgjöf varðandi BREEAM vistvottun og þar starfa viðurkenndir BREEAM matsaðilar.

Jarðtækniverkfræðingur

VSÓ leitar að jarðtækniverkfræðingi erða starfsmanni með samsambærilega menntun til starfa. Starfið felst m.a. í hönnun, eftirliti og almennri ráðgjöf við jarðtækni, grundun mannvirkja, bergtækni og jarðfræði.  Kynntu þér málið nánar hér á vefnum. 

Tækniteiknari eða byggingafræðingur

VSÓ leitar að tækniteiknara eða byggingafræðingi til starfa á sviði lagnakerfa. Reynsla af Revit módelvinnu fyrir lagnir og loftræsingu er kostur. Starfið felst m.a. í módelvinnu og annarri aðstoð við hönnuði á sviði lagnakerfa.   Kynntu þér málið nánar hér á vefnum.

Græna leiðin fyrir geimskipið jörð

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum felur það í sér að hámarka efna- og orkunýtingu með því að hanna varanlega byggingarhluta sem hafa þann möguleika á því að vera teknir í sundur og endurnýttir. Við hjá VSÓ Ráðgjöf höfum verið að vinna brautryðjandi starf á sviði hringrásarhagkerfisins. Við stefnum að því að innleiða þennan hugsunarhátt í allt okkar hönnunarferli.

Færsla Hringvegar um Mýrdal

Vegagerðin auglýsir um þessar mundir drög að matsáætlun vegna færslu Hringvegar um Mýrdal. VSÓ sér um gerð mats á umhverfisáhrifum fyrir verkefnið ásamt því að hafa sett upp vefsjá þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast matinu og koma ábendingum áleiðis.

Græna leiðin í byggingum

Til að vekja athygli á vistvænni hönnun stóð VSÓ nýverið fyrir málstofu þar sem umhverfisvænar grænar lausnir fyrir byggingariðnaðinn voru kynntar. VSÓ skoðar umhverfisáhrif mannvirkja og býður upp á ýmsar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum, allt frá hönnun og skipulagi til niðurrifs.