VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast

Nýlega var undirritaður samningur Nýs Landspítala ehf. við verktakafyrirtækið Eykt um uppsteypu á rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut.  Undirbúningur uppsteypu er þegar hafinn og hefst uppsteypan sjálf síðar á þessu ári.  Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls um 17.500 m².

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar

Kynningarfundur um skipulags- og matslýsingu nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar 2023-2040 var haldinn á dögunum. Skipulagslýsingin segir til um forsendur, markmið og áherslur þeirrar vinnu sem er framundan við endurskoðun skipulagsins. Hægt er að leggja inn ábendingar við lýsinguna til og með 15. janúar 2024.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf við hönnun á sviðum rafkerfi, lagna- og loftræsikerfa, burðarvirkja o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.