VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf tækniteiknara á sviði rafkerfa og lagna, hönnuðar á sviði burðarvirkja, hönnuðar á sviði byggðatækni og sérfræðings á sviði BIM ráðgjafar, á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.

Rannsókn á virkni gagnvirkrar hraðahindrunar

VSÓ lauk nýlega rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina um gagnvirka hraðahindrun (Actibump) sem sett var upp við Ennisbraut í Ólafsvík. Niðurstöður sýna að marktækur árangur náðist hvað varðar lækkun á hraða og að almenn ánægja var með þessa nýju gerð hraðahindrunar.

Uppsteypa á rannsóknarhúsi Landspítala að hefjast

Nýlega var undirritaður samningur Nýs Landspítala ehf. við verktakafyrirtækið Eykt um uppsteypu á rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut.  Undirbúningur uppsteypu er þegar hafinn og hefst uppsteypan sjálf síðar á þessu ári.  Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls um 17.500 m².