VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Nýr framkvæmdastjóri tekur við störfum hjá VSÓ

Runólfur Þór Ástþórsson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjafar frá 1. febrúar 2020. Hann tekur við af Grími Jónassyni sem óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri eftir 15 ára farsælt starf.

Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga - morgunverðarfundur

Grænar lausnir draga fram það besta í vistvænni hönnun, styðja við jákvæða byggðaþróun, tryggja góða orkunýtingu og lágmarka bæði sóun og úrang. VSÓ býður til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga þann 28. febrúar en nánari upplýsingar má finna hér á vefnum.

Verkfræðingar og tæknifræðingar með sérhæfingu í burðarþoli, til starfa í Noregi

VSÓ leitar að vekfræðingum og tæknifræðingum með sérhæfingu í burðarþoli, til starfa í Noregi. Starfi felst meðal annars í hönnun og ráðgjöf á sviði burðarvirkja og verkstýringu burðarþolshönnunar norskra verkefna. 

Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Það er í mörg horn að líta þegar draga á úr innbyggðri kolefnislosun bygginga og lágmarka kolefnislosun rekstrar. VSÓ setur markið á kolefnishlutlausar byggingar í náinni framtíð og býður upp á fjölbreyttar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum.

Endurbætur á Þingvallavegi

Endurbætur hafa undanfarið staðið yfir á Þingvallavegi í gegnum Þingvallaþjóðgarð. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá dæmi um útlit vegarins fyrir og eftir framkvæmdir því sjón er sannarlega sögu ríkari!