VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Græna leiðin til bættrar orkunýtingar

Eftir því sem við áttum okkur betur á áhrifum okkar á jörðina hefur nauðsyn þess að draga úr umhverfisáhrifum og aðlaga okkur að loftslagsbreytingum orðið brýnni. Græna leiðin hjá VSÓ felur í sér vistvænar og hagkvæmar lausnir með grænum áherslum, sem lágmarka kolefnislosun, auðlindanýtingu og úrgangsmyndun.

Sjálfbærniskýrsla 2021

VSÓ hefur nú gefið út sjálfbærniskýrslu ársins 2021 til að kynna starfsemi, stefnu og markmið fyrirtækisins varðandi sjálfbærni.  Skýrslunni  er ætlað að varpa ljósi á hvernig við stöndum okkur í dag, auk þess að fara yfir stöðu settra markmiða.  Skýrsluna má nálgast hér á vefnum.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf á sviðum  byggðatækni, jarðverkfræði, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa o.fl. á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

Verkefni VSÓ „Hringrásarhús Ísland“ hlýtur styrk úr Aski

Markmið verkefnisins er að skoða hvort hægt sé að hanna og reisa Hringrásarhús á Íslandi, en fyrirhugað er m.a. að 90% af byggingarefnunum verði endurnotuð eða endurnýtanleg. Við erum ákaflega þakklát fyrir styrkinn og væntum þess að verkefnið muni auka þekkingu á þessu sviði.

Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú

Frumdrög og vefsjá

VSÓ, fyrir hönd Vegagerðarinnar, vinnur að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú. Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar.