11. febrúar 2017

Landmótun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells

Drög að tillögu að matsáætlun vegna landmótunar fyrir nýjan kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells hafa nú verið auglýst til kynningar. Reykjavíkurborg er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.

Í drögum að tillögu er gert ráð fyrir haugsetningu og flutningi efnis í hlíðar Úlfarsfells frá uppbyggingarsvæðum Höfuðborgarsvæðisins. Þá er einnig fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrr í frummatsskýrslu, rannsóknir sem þarf að gera og fyrirliggjandi gögn sem nýtt verða  við matsvinnuna.

Drögin eru aðgengileg hér á vefnum. Hægt er að senda ábendingar og athugasemdir um drögin á netfangið kristin@vso.is. Frestur til að senda inn ábendingar er til 27. febrúar 2017.

Landmótun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells