22. desember 2017

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Í tilefni jólanna styrkjum við hjá VSÓ nágranna okkar á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1 um upphæð sem skiptir þá máli og kemur án vafa í góðar þarfir. Á kaffistofu Samhjálpar fær utangarðsfólk og aðrir aðstöðulausir morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins og þar borða um og yfir 180 manns hvern dag.

Dagana 23. desember – 2. janúar verður skrifstofa VSÓ lokuð en við bendum á að hægt er að nálgast símanúmer og netföng starfsmanna hérna á síðunni ef með þarf.  Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 3. janúar kl. 8:30.

Jólakveðjur,
Starfsfólk VSÓ.