Stefnur VSÓ Ráðgjafar
Gæðastefna
Gæðastefna
Fyrirtækið hefur komið upp gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins, lög og reglur sem gilda um starfsemina og er í samræmi við viðteknar venjur í starfsgreininni. VSÓ hefur skilgreint gæðastefnu sem hæfir tilgangi fyrirtækisins sem ráðgjafafyrirtæki.
Framkvæmdastjóri VSÓ sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í sínu starfi. Framkvæmdastjóri, sviðsstjórar og verkefnisstjórar bera ábyrgð á að gæðastefnunni sé framfylgt hver á því sviði sem þeir hafa umsjón með.
Stefna VSÓ Ráðgjafar er að:
- Vera traust og ábyrgt fyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum faglega og hagkvæma ráðgjöf sem uppfyllir væntingar þeirra.
- Vera öflugt þjónustu- og þekkingarfyrirtæki, sem er eftirsótt að starfa fyrir.
- Hjá VSÓ starfi ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk sem býr við öruggt starfsumhverfi, er metið að eigin verðleikum og nýtur sömu tækifæra í starfi.
- Uppfylla allar lagalegar kröfur og aðrar kröfur sem gilda um starfsemina.
- Setja sér mælanleg markmið, vinna að stöðugum umbótum og hvetja starfsmenn til að hafa áhrif á vinnuumhverfi sitt.
Umhverfis- og samgöngustefna
Umhverfis- og samgöngustefna
VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að í allri starfsemi fyrirtækisins sé góð umgengni við umhverfið og hugmyndafræði um sjálfbæra þróun höfð að leiðarljósi.
Fyrirtækið hefur komið upp umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST ISO 14001, lög og reglur sem gilda um starfsemina og er í samræmi við viðteknar venjur í starfsgreininni.
VSÓ hefur skilgreint umhverfisstefnu sem hæfir tilgangi fyrirtækisins sem ráðgjafafyrirtæki.
Framkvæmdastjóri VSÓ sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji umhverfisstefnuna og hafi hana að leiðarljósi í sínu starfi.
Stefna VSÓ Ráðgjafar er að:
- Vera leiðandi á markaði í ráðgjöf í umhverfisstjórnun og umhverfismálum í víðum skilningi og þannig stuðla að betra umhverfi.
- Stuðla að minni hráefnis- og orkunotkun innan fyrirtækisins og auka hlut endurvinnslu þar sem það er mögulegt.
- Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
- Vera meðvituð um breytingar á stjórnvaldskröfum og fylgja þeim að öllu leyti eftir ásamt öðrum kröfum sem fyrirtækið hefur einsett sér að fylgja.
- Þjálfa starfsfólk og hvetja til þess að vinna að og hafa umhverfismál í huga við öll störf.
- Aukin áhersla verði á vistvænar samgöngur.
- Setja sér mælanleg markmið og vinna að stöðugum umbótum í umhverfismálum.
Öryggis- og heilsustefna
Öryggis- og heilsustefna
VSÓ Ráðgjöf er með vottað öryggis- og heilsustjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST ISO 45001 staðalsins, lög og reglur sem gilda um starfsemina og er í samræmi við viðteknar venjur í starfsgreininni.
VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að starfsumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt og að tryggt sé að enginn starfsmaður skaðist við vinnu sína.
Framkvæmdastjóri VSÓ sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji öryggis- og heilsustefnuna og hafi hana að leiðarljósi í sínu starfi.
Framkvæmdastjóri, sviðsstjórar og verkefnisstjórar bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt, hver á sínu ábyrgðarsviði.
Stefna VSÓ Ráðgjafar er að:
- Vera leiðandi á markaði í ráðgjöf í öryggis- og heilsustjórnun í víðum skilningi og þannig stuðla að öruggu og heilbrigðu vinnuumhverfi.
- Tryggja að starfsumhverfið sé heilsusamlegt og öruggt fyrir starfsmenn og aðra aðila sem tengjast starfsemi VSÓ.
- Koma í veg fyrir alvarleg slys og atvinnutengda sjúkdóma.
- Fylgja að lágmarki lögum og reglugerðum varðandi öryggis- og heilsumál í starfsemi fyrirtækisins.
- Þjálfa starfsfólk og hvetja til þess að vinna að og hafa öryggis- og heilsumál í huga við öll störf og að miðla upplýsingum til starfsmanna og verkkaupa um öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi.
- Setja sér mælanleg markmið og vinna að stöðugum umbótum í öryggis- og heilsumálum.
Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun VSÓ Ráðgjafar byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Stefna VSÓ Ráðgjafar er að gætt skuli fyllsta jafnréttis óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Fyrirtækið stefnir að fjölgun kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum.
Tryggja skal að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best og kynbundin mismunun eigi sér ekki stað.
Stefnumið:
- Greiða skal jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
- Leitast skal við að jafna kynjahlutfall í hinum ýmsu störfum innan fyrirtækisins.
- Allir starfsmenn fá jafna meðferð fyrirtækisins þ.m.t. við ráðningar og framgang í starfi og unnið skal gegn allri mismunun.
- Allir starfsmenn skulu eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun.
- Gera skal starfsmönnum kleift að samræma atvinnu og fjölskyldulíf.
- Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni og einelti verða ekki liðin.
- Setja sér mælanleg markmið, hafa eftirlit með og vinna að stöðugum umbótum í jafnlaunamálum.
Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Öryggiskennd og góður starfsandi skipta sköpum fyrir vellíðan starfsfólks. Á vinnustaðnum eigum við góð samskipti og virðum eftirfarandi sáttmála.
- Við þekkjum stefnu og viðbragðsáætlun fyrirtækisins gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi og erum meðvituð um skyldur okkar.
- Við líðum ekki einelti, áreitni eða ofbeldi, beitum því ekki og vitum að meðvirkni með geranda getur skaðað starfsfólk og vinnustað okkar.
- Við berum sameiginlega ábyrgð á vinnuumhverfinu og leggjum okkar af mörkum til að bæta það enn frekar.
- Við erum ólík, með mismunandi bakgrunn og lífsskoðanir en sýnum hvert öðru virðingu í öllum samskiptum.
- Við skiljum að upplifun af samskiptum er mismunandi og gerum ekki lítið úr viðbrögðum og tilfinningum annarra.
- Við ræðum um framkomu sem okkur mislíkar og tökum upp varnir fyrir þá sem brotið er gegn.
- Við tökum tillit til ábendinga um að við getum bætt framkomu okkar.
- Við sýnum öðrum kurteisi og virðingu í öllum samskiptum.
Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna
Almennt
Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuuplýsingum sem falla undir stefnuna.
Ábyrgð
VSÓ Ráðgjöf ehf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni.
Söfnun og notkun
VSÓ safnar persónuupplýsingum vegna ráðningarsambands, umsóknarferils, samskipta við viðskiptavini, verktaka og birgja:
- Starfsmenn: Nafn, kennitölu, heimilisfang, til að geta uppfyllt skyldur samkvæmt bókhaldslögum, bankaupplýsingar/stéttafélag, lífeyrissjóð, tímaskráningu, frammistöðu, ferilskrár.
- Umsækjendur: Nafn, kennitölu, heimilisfang, ferilskrár.
- Viðskiptavinir: Nafn fyrirtækis, kennitölu, tegund og dagsetningu viðskipta til að geta uppfyllt skyldur samkvæmt bókhaldslögum, nafn tengiliðs, bankaupplýsingar.
- Verktakar og birgjar: Nafn fyrirtækis, kennitölu, tegund og dagsetningu, nafn tengiliðs, bankaupplýsingar.
- Vefsíða: VSÓ notar Google Analytics til vefmælinga á vefsíðu sinni. Safnað er upplýsingum um heimsóknir á vefinn s.s. tími, leitarorð og hvaðan heimsóknir koma. Eingöngu er um tölfræðilegar upplýsingar að ræða sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu við notendur. Engin persónugreinanleg úrvinnsla á sér stað á þeim upplýsingum sem safnað er.
Miðlun
VSÓ selur aldrei persónuupplýsingar.
Með staðfestu samþykki starfsmanns er VSÓ heimilt að miðla viðeigandi persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða sé okkur það skylt samkvæmt lögum.
Við verkefnaöflun er persónuupplýsingum sem varða hæfni einstaklings miðlað til viðeigandi aðila.
Verndun
VSÓ Ráðgjöf leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirliti með persónuupplýsingum sem á að tryggja að ávallt séu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir.
Athygli er þó vakin á því að þú berð ber ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum samfskiptamiðla og samfélagssíður VSÓ Ráðgjafar.
Gagnaflutningur á internetinu er þó aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.
Varðveisla
VSÓ reynir eftir fremsta magni að halda þeim persónuupplýsingum sem safnað er nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum.
Réttindi þín
Þú átt rétt á og getur alltaf óskað eftir að fá aðgang að þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur, óskað eftir leiðréttingu, breytingu eða eyðingu gagna eftir því sem við á með því að senda skriflega fyrirspurn á vso@vso.is.