
Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa
Gera þarf úrbætur og auka umferðaröryggi á mörgum áningarstöðum ferðamanna við Gullna hringinn. skv. úttekt VSÓ á helstu stöðum þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir eða skoða útsýnið á þessari fjölförnu ferðamannaleið.

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar
Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni.

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi
VSÓ hefur komið að verkefnum við uppbyggingu landeldis með ýmsum hætti, allt frá mati á umhverfisáhrifum yfir í hönnun á mannvirkjum. Kröfur um sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa fara sífellt vaxandi og því skiptir vönduð deiliskipulagsvinna og mat á umhverfisáhrifum miklu máli.