Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa

Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa

Gera þarf úr­bæt­ur og auka um­ferðarör­yggi á mörg­um áningarstöðum ferðamanna við Gullna hring­inn. skv. úttekt VSÓ á helstu stöðum þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir eða skoða útsýnið á þessari fjölförnu ferðamannaleið.

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi

VSÓ hefur komið að verkefnum við uppbyggingu landeldis með ýmsum hætti, allt frá mati á umhverfisáhrifum yfir í hönnun á mannvirkjum. Kröfur um sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa fara sífellt vaxandi og því skiptir vönduð deiliskipulagsvinna og mat á umhverfisáhrifum miklu máli.

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofunni verður lokað á milli jóla og nýárs en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starfsfólks á vefnum.

Umhverfismatsskýrsla fyrir 24.000 tonna laxeldi á landi í Ölfusi

Umhverfismatsskýrsla fyrir 24.000 tonna laxeldi á landi í Ölfusi

Skipulagsstofnun hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fiskeldis Geo Salmö í Ölfusi til kynningar. Skýrslan er m.a. aðgengileg hér á vefnum en frestur til að senda inn umsagnir um framkvæmdina og umhverfismat hennar er til og með 24. janúar 2023.

Kortlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs

Kortlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs

Stefnt er að því að innleiða hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði. Í nýútkominni skýrslu má finna leiðbeiningar um hvernig auka megi endurnotkun, enndurvinnslu og endurnýtingu með það að markmiði að minnka förgun byggingarefna og viðhalda verðmætum.

Lagning rafskúta í borgarlandi

Lagning rafskúta í borgarlandi

Fjöldi rafskúta í útleigu hérlendis fer vaxandi sem vekur spurningar um hvernig þeim skuli lagt þegar þær eru ekki í notkun. Fjöldi erlendra borga hafa tekist á við sama málefni og leyst með mismunandi hætti. Í rannsóknarverkefni VSÓ fyrir Vegagerðina voru þessar mismunandi leiðir kannaðar.

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

VSÓ veitti sjálfbærniráðgjöf í verkefninu en sérstaklega er minnst á þann þátt í mati dómnefndar þar sem fram kemur að ánægjulegt sé hvernig endurnýting og vistvæni er hugsuð inn í tillöguna, auk umfjöllunar um hvernig á að svara kröfu um BREEAM-vottun.

Ástand stoppistöðva almenningssamgangna á landsvísu

Ástand stoppistöðva almenningssamgangna á landsvísu

Niðurstöður mats á ástandi 168 biðstöðva um land allt sýna að á meirihluta stöðvanna er þörf á aðgerðum ef tryggja á jafnt aðgengi allra að almenningssamgöngum milli byggðarlaga. Gefin hefur verið út vefsjá og rannsóknarskýrsla þar sem fjallað er ítarlega um ástand hverrar stöðvar.

Ferðir á einstakling – Greining á ferðavenjum

Ferðir á einstakling – Greining á ferðavenjum

Meginmarkmið verkefnisins er samanburður á ferðavenjukönnun ársins 2019 við eldri kannanir. Niðurstöðurnar gera fólki kleift að fylgjast með þróun og breytingum á ferðavenjum og kom m.a. í ljós að á milli ára hefur fjölgað í hópi einstaklinga á aldrinum 60+ sem fara engar ferðir yfir daginn.

Rannsóknaskýrsla um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli

Rannsóknaskýrsla um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli

Á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar var verkefnið „Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli“ kynnt. Færst hefur í vöxt að deiliskipulag sé unnið fyrir vegsvæði, samhliða auknum kröfum um nýtingu ólíkra samgöngumáta á vegsvæðum sem og samráð og upplýsingagjöf um framkvæmdir almennt.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið

Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 72 nýjar plöntur í trjáræktarlundi við Reynisvatn, sem er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfseminnar. Sex ár eru síðan gróðursetning hófst og gaman er að sjá hve vel þær fjölbreyttu tegundir sem plantað hefur verið hafa dafnað.

Bygging nýrrar vegbrúar yfir Stóru-Laxá

Bygging nýrrar vegbrúar yfir Stóru-Laxá

Ný tvíbreið vegbrú er í byggingu yfir Stóru-Laxá, á mörkum Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Undirstöður voru steyptar í júlí en framundan er að steypa brúardekkið sjálft, sem er 145 m. langt. Dekkið verður steypt í einu lagi og mun steypuvinna standa yfir samfleytt í 36 klst.