Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofan verður lokuð 27. og 30. desember en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starsmanna á vefnum.
Heimsmarkaðsmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin

Heimsmarkaðsmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin var yfirskrift á erindi Bryndísar Skúladóttur á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2019. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs.
Húsnæðismál

Húsnæðismál

Sverrir Bollason verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf hélt erindi á Skipulagsdeginum 8. nóvember síðastliðinn og fór yfir reynslu sína af gerð húsnæðisáætlana. Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna um skipulagsmál sem Skipulagsstofnun stendur að í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Það er í mörg horn að líta þegar draga á úr innbyggðri kolefnislosun bygginga og lágmarka kolefnislosun rekstrar. VSÓ setur markið á kolefnishlutlausar byggingar í náinni framtíð og býður upp á fjölbreyttar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum.
Vindmyllur á Grjóthálsi – Drög að matsáætlun

Vindmyllur á Grjóthálsi – Drög að matsáætlun

Áformað er að reisa vindmyllur í landi Hafþórs- og Sigmundarstaða í Borgarbyggð. Í drögum að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Drögin má nálgast hér á vefnum en frestur til að senda inn ábendingar er til 15. nóv. 2019.
Endurbætur á Þingvallavegi

Endurbætur á Þingvallavegi

Á næstu dögum lýkur seinni hluta framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá dæmi um útlit vegarins fyrir og eftir framkvæmdir því sjón er sannarlega sögu ríkari!
Kolefnisspor bygginga og vistvæn hönnun

Kolefnisspor bygginga og vistvæn hönnun

VSÓ Ráðgjöf skoðar umhverfisáhrif mannvirkja og býður upp á ýmsar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum, allt frá hönnun og skipulagi til niðurrifs. Mikilvægt er að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Verkfræðingar geta lagt þung lóð á vogarskálina til að það gangi eftir. 
Nýr gámakrani í Sundahöfn

Nýr gámakrani í Sundahöfn

Eimskip hefur nú tekið í notkun stærsta gámakrana landsins sem jafnframt er hæsta mannvirki höfuðborgarsvæðisins. Nýi kraninn sem fengið hefur nafnið Straumur, leysir af hólmi gámakranann Jaka sem hefur þjónað Eimskip dyggilega síðan 1984.
Opnun nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang

Opnun nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang

Nýtt hjúkrunarheimil við Sólvang í Hafnarfirði var opnað við formlega athöfn þann 17. júlí síðastliðinn. Í nýju byggingunni eru 60 ný hjúkrunarrými ásamt tilheyrandi stoðrýmum og tengingu við eldri byggingu. VSÓ annaðist hönnun jarðtækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagnakerfa og loftræsikerfa byggingarinnar.
Loftslagsbreytingar, álag og öryggi bygginga

Loftslagsbreytingar, álag og öryggi bygginga

Hitastig jarðar fer síhækkandi og hefur m.a. í för með sér hækkun sjávarmáls og auknar líkur á öfgaveðri. Brýnt er að skoða hvaða breytingar á álagsforsendum og hönnun þurfa að eiga sér stað til að lágmarka tjón vegna aukinnar tíðni öfgaveðurs.
Skyndihjálparmaður ársins 2018

Skyndihjálparmaður ársins 2018

Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og Guðni Ásgeirsson starfsmaður á Tæknisviði VSÓ Ráðgjafar var á dögunum valin Skyndihjálparmaður ársins 2018.
Ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlana

Ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlana

Gengin er í gildi reglugerð þar sem krafa er gerð til sveitarfélaga um að þau ljúki við gerð húsnæðisáætlana fyrir 1. mars. VSÓ hefur leitt vinnu við á annan tug húsnæðisáætlana víða um land og hefur yfir að ráða sérfræðingum með einstaka reynslu og þekkingu á þessu sviði.
Stækkun Keflavíkurflugvallar

Stækkun Keflavíkurflugvallar

Isavia ohf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á stækkun Keflavíkurflugvallar. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.
Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Starfsfólk VSÓ fékk úthlutað styrkjum úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að vinna að sex verkefnum á þessu ári. Þar af voru tvö kynnt á Rannsóknarráðstefnunni föstudaginn 2. nóvember.
Kolefnisspor bygginga og vistvæn hönnun

Draga úr loftslagsáhrifum bygginga

Þegar kemur að hönnun bygginga þarf að draga úr mengun og losun kolefnis bæði úr byggingunni sjálfri og við uppbyggingu hennar segir Sigríður Ósk Bjarnadóttir doktor í byggingarverkfræði.
Innsiglingarviti við Sæbraut

Innsiglingarviti við Sæbraut

VSÓ hefur undanfarna mánuði sinnt eftirliti með framkvæmdum vegna uppsetningar á nýjum innsiglingarvita við Sæbraut sem leysir af hólmi vitann í turni Sjómannaskólans.
Isavia rammasamningur

Isavia rammasamningur

VSÓ Ráðgjöf skrifaði undir rammasamning við Isavia um hönnun og ráðgjöf vegna uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu verkefnin fara af stað núna strax á haustmánuðum.
Lunden skole

Lunden skole

VSÓ Ráðgjöf í samvinnu við Pir II arkitekta eru að hanna mjög spennandi viðbyggingu við Lunden skóla þar sem umhverfisvænar lausnir skipa stóran sess í hönnuninni.
Íslendingar meira á ferðinni en aðrir

Íslendingar meira á ferðinni en aðrir

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá VSÓ var gestur í Morgunþættinum á Rás 2 þann 4. júlí þar sem hann ræddi m.a. um ferðavenjukannanir hér heima og hvort þær séu sambærilegar þeim sem framkvæmdar eru annarsstaðar í heiminum.
Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð.

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Vesturbyggð lokið við frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarnargarða á Patreksfirði, fyrir ofan Urðargötu, Hóla og Mýrar. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 7. ágúst næstkomandi.
Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu

Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu

Í undirbúningi er gerð samgönguáætlunar 2019-2030. Matslýsing áætlunarinnar er nú til kynningar og vonast er til að sem flestir kynni sér efni hennar. Ábendingar og athugasemdir skulu sendar fyrir 29. júní n.k.
Lokað vegna árshátíðarferðar

Lokað vegna árshátíðarferðar

Vegna árshátíðarferðar starfsmanna VSÓ verður skrifstofa VSÓ Ráðgjafar lokuð fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. maí. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 22. maí kl. 8:30.
Klettaskóli, íþróttaaðstaða

Klettaskóli, íþróttaaðstaða

Nemendur og kennarar Klettaskóla fengu formlega afhent til notkunar nýjan íþróttasal og sundlaug miðvikudaginn 11. apríl. Framkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015 og gert er ráð fyrir því að þeim verði að fullu lokið í ágúst 2018.
Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018

Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018

Sex verkefni VSÓ fengu úthlutað úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar árið 2018. Verkefnin eru margvísleg og snúa m.a. að skipulagsmálum, umferðarskipulagi, almenningssamgöngum og náttúruvernd.
Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað hefur gefið út umferðaröryggisáætlun sem VSÓ vann fyrir sveitafélagið. Í umferðaröryggisáætlun er lagt mat á núverandi stöðu umferðaröryggismála í sveitarfélaginu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að tekið sé tillit til allra vegfarendahópa.
Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

VSÓ gerði nú nýlega samning við Auðnast ehf. um heildstæða þjónustu við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða upp á samræmda þjónustu við að meta og bregðast við hættum í starfsumhverfinu.
Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar haugsetningar og landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 3. apríl næstkomandi.
VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega greiningu á íslenskum fyrirtækjum og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. VSÓ er meðal þeirra sem eru á lista árið 2017 og er því nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð.
Borgarlína – kynning á forvinnu og forsendum

Borgarlína – kynning á forvinnu og forsendum

Greining og umferðarspár VSÓ benda til þess að fjárfesting í Borgarlínu sé hagkvæmur kostur sem leiðir til fleiri valkosta, minni tafa þeirra sem aka í einkabílum og minna vitspors samgangna.
Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýjárs en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starfsmanna hér á vefnum.
Forneburingen barnehage

Forneburingen barnehage

Nýr leikskóli Forneburingen barnehage í Bærum kommune í Noregi var nýlega tekinn í notkun. Leikskólinn er á Fornebu svæðinu sem hefur verið í mikilli uppbyggingu allt frá því aðalflugvöllur Osló var lagður þar af fyrir um 20 árum.
Uppbygging í Gufunesi

Uppbygging í Gufunesi

Á næstu árum er áformað er að umbylta Gufunessvæðinu. Byggt verður á vinningstillögu rammaskipulags hollenskra ráðgjafa og gert er ráð fyrir íbúðarsvæði, kvikmyndaþorpi og fjölbreyttum þekkingariðnaði.
Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018

Staða innviða á Íslandi

Skýrslan "Innviðir á Íslandi"" var gefin út af SI og FRV nú nýverið. VSÓ vann vegna þessa verkefnis greiningu á fasteignum opinberra aðila og er það í fyrsta sinn sem tekin eru skref í átt til að taka heildstætt saman upplýsingar um allar fasteignir í opinberri eigu.
Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgað í Reykjavík

Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgað í Reykjavík

Til stendur að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborg Reykjavíkur, en slíkar hleðslustöðvar eru í samræmi við markmið borgarinnar um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta.
Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin í lok ágúst. Skólinn samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahúsi og verður í allt um 8.900 m2 að stærð. Áætlað er að byggingu fyrsta áfanga ljúki haustið 2018.
Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju í Noregi

Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju í Noregi

Fjölbreytileiki verkefna sem VSÓ tekur að sér er mikill. Sem dæmi má nefna að nú nýverið stýrði VSÓ skilgreiningu verkefnis og sá um útboð vegna kaupa á nýju pípuorgeli fyrir Jessheim kirkju í Noregi.
Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

VSÓ hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðs efnisnáms kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 6. október næstkomandi.
Borgarlínan

Borgarlínan

Borgarlína er risastór ákvörðun um hágæða almenningssamgöngur. Umferðalíkan sem VSÓ hefur þróað mun gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma.