Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Í tilefni jólanna styrkjum við hjá VSÓ kaffistofu Samhjálpar sem starfrækt er í Borgartúni 1, fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa.

Reykjanesvirkjun, meðferð og förgun útfellinga

Reykjanesvirkjun, meðferð og förgun útfellinga

Drög að tillögu að matsáætlun vegna meðferðar og förgunar útfellinga frá Reykjanesvirkjun er nú auglýst til kynningar. HS Orka er framkvæmdaraðili en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ. Frestur til að senda inn ábendingar er til 19. jan. n.k.

Stór verkefni í Jessheim, Noregi

Stór verkefni í Jessheim, Noregi

VSÓ vinnur að þrem stórum verkefnum í Jessheim um þessar mundir þ.e. nýrri kirkjubyggingu og tveimur fjölbýlishúsakjörnum með yfir 100 íbúðir hvor. Um er að ræða áhugaverð og skemmtileg verkefni við krefjandi aðstæður.

Dregið úr kolefnisspori VSÓ

Dregið úr kolefnisspori VSÓ

VSÓ er annt um umhverfið og vill gera sitt til að draga úr kolefnisspori sínu. Til þess hefur verið ráðist í ýmsar aðgerðir s.s. að nýta metanbíla við akstur, gróðursetja tré og hvetja starfsfólk til notkunar vistvænna ferðamáta.

Ný menningarmiðstöð í Drøbak tekin í notkun

Ný menningarmiðstöð í Drøbak tekin í notkun

Tekin hefur verið í notkun ný menningarmiðstöð í bænum Drøbak í Noregi sem VSÓ sá um verkfræðilega hönnun á. Um er að ræða byggingu sem hýsir í senn kapellu, skrifstofur, fundarherbergi og fjölnota tónleikasal sem tekur 400 manns í sæti.

Fjölbreytt og spennandi starf

Fjölbreytt og spennandi starf

Sandra Dís Dagbjartsdóttir byggingarverkfræðingur starfar á verkefnastjórnunarsviði VSÓ. Hún segir fjölbreytileikann það besta við starf sitt en Sandra vinnur að mörgum ólíkum verkefnum, meðal annars nýja Landspítalanum og tengivirki í Vestmannaeyjum.

Verðlaunasæti í skipulagssamkeppni um Lyngás

Verðlaunasæti í skipulagssamkeppni um Lyngás

VSÓ Ráðgjöf vann fyrir stuttu til verðlauna í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæðið í Garðabæ. VSÓ, í samstarfi við hollensku stofurnar Jvantspijker arkitekta og Felixx landslagsarkitekta, hreppti 3.-4. sæti.

Þörf á heildarstefnu um vegvísa

Þörf á heildarstefnu um vegvísa

VSÓ skilaði nýlega rannsóknarskýrslu til Vegagerðarinnar um stefnumótun í uppsetningu skilta meðfram vegakerfinu. Ýmsir aðilar sækja að Vegagerðinni um að fá að setja upp skilti sem vísa á starfssemi þeirra og því þarf að vera skýrt hvað má og hvað ekki.

Yfirvofandi hækkun sjávar ekki tekin nógu alvarlega

Yfirvofandi hækkun sjávar ekki tekin nógu alvarlega

Hækkandi sjávarstaða vegna loftslagsbreytinga er möguleiki sem taka þarf alvarlega. Misbrestur er á að reglur Skipulagsstofnunar um skipulag byggðar þar sem hætta er á flóðum séu hafðar til hliðsjónar við skipulagsgerð.

Aukin áhersla samfélagslegra þátta við umhverfismat áætlana

Aukin áhersla samfélagslegra þátta við umhverfismat áætlana

VSÓ hefur metið umhverfisáhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana fyrir fjölmarga aðila á undanförnum árum. Samfélagslegir- og hagrænir þættir hafa að undanförnu verið að fá aukið vægi í matinu, án þess þó að það komi niður á mati á náttúrufarslegum áhrifum.

Ný íþróttamiðstöð Golfklúbbbs Kópavogs og Garðabæjar

Ný íþróttamiðstöð Golfklúbbbs Kópavogs og Garðabæjar

Ný íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) var opnuð með formlegum hætti í apríl en í byggingunni er m.a. fullkomin aðstaða til æfinga og kennslu á golfíþróttinni. Byggingastjórn og framkvæmdaeftirlit við verkefnið var í höndum VSÓ.

Mat á umhverfisáhrifum jarðhitavirkjana í Eþíópíu

Mat á umhverfisáhrifum jarðhitavirkjana í Eþíópíu

Sérfræðingar VSÓ eru nú að ljúka mati á umhverfisáhrifum fyrsta áfanga 500 MW jarðhitavirkjunar í Eþíópíu. Verkefnið er um margt áhugavert þar sem tveir ólíkir menningarheimar mætast og geta lært hvor af öðrum.

Niðurrif og förgun byggingarefna

Niðurrif og förgun byggingarefna

Mikilvægt er að standa rétt að förgun byggingarefna við rif og endurbætur á byggingum til að forðast umhverfisvandamál. VSÓ hefur komið að ýmsum slíkum verkefnum í Noregi og orðið sér úti um mikilvæga reynslu.

VSÓ meðal framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo 2015

VSÓ meðal framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo 2015

VSÓ er árið 2015 meðal framúrskarandi fyrirtækja fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækisins Creditinfo, annað árið í röð. Einungis frirtæki sem uppfylla ströng skilyrði komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins.

Framkvæmdum að ljúka við eina stærstu frystigeymslu landsins

Framkvæmdum að ljúka við eina stærstu frystigeymslu landsins

Senn lýkur byggingu nýrrar frystigeymslu Eimskips við Hafnarfjarðarhöfn, sem hlotið hefur nafnið Fjarðarfrost. Aðeins liðu um 9 mánuðir frá því að byggingaframkvæmdir hófust og þar til fyrstu vörurnar voru teknar inn í fyrri frystiklefann af tveimur.

Nýtt aðalskipulag Keflavíkurflugvallar

Nýtt aðalskipulag Keflavíkurflugvallar

Nýtt aðalskipulag Keflavíkurflugvallar hefur nú verið lagt fram til umsagnar. Í því er m.a. gert ráð fyrir nýrri flugbraut og stórfelldri upbyggingu á þjónustusvæðum. Markmið skipulagsins er að móta framtíðarsýn landnýtingu, uppbyggingu og þjónustuumhverfi.