Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofan verður lokuð 27. og 30. desember en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starsmanna á vefnum.

Heimsmarkaðsmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin

Heimsmarkaðsmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin var yfirskrift á erindi Bryndísar Skúladóttur á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2019. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs.

Húsnæðismál

Húsnæðismál

Sverrir Bollason verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf hélt erindi á Skipulagsdeginum 8. nóvember síðastliðinn og fór yfir reynslu sína af gerð húsnæðisáætlana. Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna um skipulagsmál sem Skipulagsstofnun stendur að í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Er kolefnishlutleysi bygginga raunhæft markmið?

Það er í mörg horn að líta þegar draga á úr innbyggðri kolefnislosun bygginga og lágmarka kolefnislosun rekstrar. VSÓ setur markið á kolefnishlutlausar byggingar í náinni framtíð og býður upp á fjölbreyttar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum.

Vindmyllur á Grjóthálsi – Drög að matsáætlun

Vindmyllur á Grjóthálsi – Drög að matsáætlun

Áformað er að reisa vindmyllur í landi Hafþórs- og Sigmundarstaða í Borgarbyggð. Í drögum að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Drögin má nálgast hér á vefnum en frestur til að senda inn ábendingar er til 15. nóv. 2019.

Endurbætur á Þingvallavegi

Endurbætur á Þingvallavegi

Á næstu dögum lýkur seinni hluta framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá dæmi um útlit vegarins fyrir og eftir framkvæmdir því sjón er sannarlega sögu ríkari!

Kolefnisspor bygginga og vistvæn hönnun

Kolefnisspor bygginga og vistvæn hönnun

VSÓ Ráðgjöf skoðar umhverfisáhrif mannvirkja og býður upp á ýmsar lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum, allt frá hönnun og skipulagi til niðurrifs. Mikilvægt er að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Verkfræðingar geta lagt þung lóð á vogarskálina til að það gangi eftir. 

Nýr gámakrani í Sundahöfn

Nýr gámakrani í Sundahöfn

Eimskip hefur nú tekið í notkun stærsta gámakrana landsins sem jafnframt er hæsta mannvirki höfuðborgarsvæðisins. Nýi kraninn sem fengið hefur nafnið Straumur, leysir af hólmi gámakranann Jaka sem hefur þjónað Eimskip dyggilega síðan 1984.

Opnun nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang

Opnun nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang

Nýtt hjúkrunarheimil við Sólvang í Hafnarfirði var opnað við formlega athöfn þann 17. júlí síðastliðinn. Í nýju byggingunni eru 60 ný hjúkrunarrými ásamt tilheyrandi stoðrýmum og tengingu við eldri byggingu. VSÓ annaðist hönnun jarðtækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagnakerfa og loftræsikerfa byggingarinnar.

Loftslagsbreytingar, álag og öryggi bygginga

Loftslagsbreytingar, álag og öryggi bygginga

Hitastig jarðar fer síhækkandi og hefur m.a. í för með sér hækkun sjávarmáls og auknar líkur á öfgaveðri. Brýnt er að skoða hvaða breytingar á álagsforsendum og hönnun þurfa að eiga sér stað til að lágmarka tjón vegna aukinnar tíðni öfgaveðurs.

Skyndihjálparmaður ársins 2018

Skyndihjálparmaður ársins 2018

Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og Guðni Ásgeirsson starfsmaður á Tæknisviði VSÓ Ráðgjafar var á dögunum valin Skyndihjálparmaður ársins 2018.

Ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlana

Ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlana

Gengin er í gildi reglugerð þar sem krafa er gerð til sveitarfélaga um að þau ljúki við gerð húsnæðisáætlana fyrir 1. mars. VSÓ hefur leitt vinnu við á annan tug húsnæðisáætlana víða um land og hefur yfir að ráða sérfræðingum með einstaka reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Stækkun Keflavíkurflugvallar

Stækkun Keflavíkurflugvallar

Isavia ohf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á stækkun Keflavíkurflugvallar.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.