24. ágúst 2017

Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

VSÓ Ráðgjöf hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðs efnisnáms kalkþörungasets Íslenska kalkþörungafélagsins í Ísafjarðardjúpi. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hana ásamt sérfræðiskýrslum hér á síðunni.

Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir tilhögun efnisnámsins og líklegum áhrifum á lífríki sjávarbotns, vatnsgæði sjávar, auðlindina kalkþörungaset, samfélag, fornleifar og landbrot. Auk þess er fjallað um líkleg áhrif verksmiðju á loft, hljóðvist og ásýnd.

Almenningur er hvattur til að kynna sér efni frummatsskýrslunnar og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík

Frestur til að senda inn ábendingar er til 9. október 2017.