19. júní 2015

VSÓ fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

VSÓ Ráðgjöf óskar Íslendingum til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna í dag, 19. júní 2015.

Það er stefna fyrirtækisins að tryggja skuli að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best og kynbundin mismunun eigi sér ekki stað.

Í tilefni dagsins gefur fyrirtækið öllum starfsmönnum frí frá hádegi, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru í dag.