22. júní 2015

VSÓ safnar áheitum fyrir WOW Cyclothon 2015

Annað árið í röð ætla starfsmenn VSÓ Ráðgjafar að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og hjóla hringinn í kring um landið til styrktar góðu málefni undir merkjum WOW Cyclothon. Í fyrra voru tíu einstaklingar sendir til keppni í einu liði en þetta árið verða einstaklingarnir hvorki fleiri né færri en 21, sem er u.þ.b. 30% starfsmanna. Hópurinn skiptist í tvö tíu manna lið og svo ætlar hetjan Hafliði að hjóla hringinn einn.

Þrátt fyrir að hjólareynsla einstaklinga sé allt frá engri upp í ástríðuhjólamennsku eru markmiðin hjá þeim öllum nokkuð einföld – að taka þátt og hafa gaman – en ekki skemmir að hjólað er til góðs.

Lið VSÓ Ráðgjafar skipa:

Team VSÓ Ráðgjof I Team VSÓ Ráðgjöf II Team VSÓ Ráðgjöf SOLO
Ásberg Ingólfsson Atli Örn Hafsteinsson Hafliði Richard Jónsson
Ester Rós Jónsdóttir Árni Snær Kristjánsson
Grétar Mar Hreggviðsson Einar K. Stefánsson
Guðjón Jónsson Guðbjartur Magnússon
Guðjón Örn Björnsson Haukur Hlíðkvist Ómarsson
Guðni Ásgeirsson Hjördís Arnardóttir
Karl Sigurður Sigfússon Kristín Þrastardóttir
Kristinn Alexandersson Ómar Valur Maack
Kristín Arna Ingólfsdóttir Smári Ólafsson
Lárus Helgi Lárusson Steinar Berg Bjarnason

Þetta árið verður hjólað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Batamiðstöð stefnir að því að nota hreyfingu sem hluta meðferðarúrræða fyrir skjólstæðinga sína sem leiðir til aukinna lífsgæða og flýtir bata. Því er vel við hæfi að WOW Cyclothon hafi valið að áheitin renni til þessa góða málefnis – heilbrigð sál í hraustum líkama!

Áheitanúmer VSÓ eru:

Team VSÓ Ráðgjöf I

Upphæð SMS skilaboð Símanúmer
1.000 1080 907 1501
3.000 1080 907 1503
5.000 1080 907 1505
10.000 1080 907 1510

Team VSÓ Ráðgjöf II

Upphæð SMS skilaboð Símanúmer
1.000 1081 907 1501
3.000 1081 907 1503
5.000 1081 907 1505
10.000 1081 907 1510

Hafliði Richard Jónsson

Upphæð SMS skilaboð Símanúmer
1.000 1064 907 1501
3.000 1064 907 1503
5.000 1064 907 1505
10.000 1064 907 1510

WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kringum landið með boðsveitarformi. 1, 4 eða 10 hjólreiðamenn skipta með sér kílómetrunum 1358. Hjólað er um þjóðveg 1 að undanskyldu að farið er um Hvalfjörð og yfir Öxi og um Suðurstrandarveg. Endað er á Krýsuvíkurvegi í Hafnarfirði.

Hægt er að fylgjast nánar með hjólreiðaköppum VSÓ á með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan

Team VSÓ Ráðgjof I og II á Facebook

Hafliði Richard Jónsson – Halli hjólari – á Facebook