17. ágúst 2015

Efnistaka kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

Auglýsing um tillögu að mátsáætlun

VSÓ Ráðgjöf hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar efnistöku kalkþörungsets Íslenska kalkþörungafélagsins í Ísafjarðardjúpi.

Tillagan er nú til kynningar og má finna hana hér að neðan:
Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi, tillaga að matsáætlun.

Áður höfðu verið til kynningar drög að tillögu að matsáætlun og hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust við drögin.

Í tillögu að matsáætlun er m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:

  • Hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum
  • Helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar
  • Umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum
  • Gögnum og rannsóknum sem lögð verða til grundvallar matinu

Almenningur er hvattur til að kynna sér efni tillögunnar og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar til Skipulagsstofnunar á netfangið skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is eða bréfleiðis til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
105 Reykjavík.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 28. ágúst 2015.