Lífsferilsgreining – LCA

Lífsferill vöru eða þjónustu - frá vöggu til grafar.

Lífsferilsgreining (e. Life Cycle Assessment, LCA) er stundum einnig kölluð lífsferilsmat eða vistferilsgreining. Lífsferill er ferill vöru eða þjónustu frá vöggu til grafar, svo sem hönnun, hráefnaval, framleiðsla, dreifing, notkun, endurnýting og förgun. Lífsferilsgreiningar eru framkvæmdar til þess að skoða mögulegar lausnir til að draga úr kolefnisspori. Með lífsferilsgreiningu er hægt að benda á þá þætti á lífsferli vöru, byggingar eða þjónustu sem valda mestum áhrifum á umhverfið og þar af leiðandi ráðast í aðgerðir til þess að minnka þau áhrif.

Af hverju ætti að framkvæma lífsferilsgreiningu?

  • Til að besta efnaval, efnanýtingu o.s.frv. til þess að finna hagkvæmustu og um leið umhverfisvænustu lausnina fyrir hvert verkefni.
  • Það er samfélagslega ábyrgt að lágmarka kolefnisspor vöru.
  • Framkvæmd lífsferilsgreininga mannvirkja gefur stig í umhverfisvottunum.

Til þess að lágmarka kolefnislosun bygginga er gagnlegt að framkvæma lífsferilsgreiningu á hönnunarstigi. Þannig má kortleggja kolefnislosun við hönnun, uppbyggingu, afnot, viðhald og niðurrif byggingar og greina hvar er hægt að grípa inn í með bættri hönnun eða aðgerðum á byggingarstað.

Setja má skýr markmið strax í upphafi hönnunarferils til að lágmarka innbyggt kolefnisspor og kolefnislosun vegna rekstrar. Innbyggt kolefnisspor á við bygginguna sjálfa, öflun hráefna, framleiðslu, flutning, byggingartíma, niðurrif, förgun úrgangs og endurvinnslu. Kolefnislosun á rekstrartíma er losun á líftíma byggingar, t.d. losun vegna loftræsingar, rafmagnsnotkunar og viðhalds.

Dæmi um verkefni þar sem VSÓ hefur unnið lífsferilsgreiningar:


Nánari upplýsingar veitir:

Guðný Káradóttir
Teymisstjóri – Græna leiðin
gudny@vso.is
s: 585 9138