burðarvirki

Varanlegur styrkur og stöðugleiki

VSÓ Ráðgjöf hefur mikla reynslu og þekkingu á hönnun burðarvirkja. Við leitum leiða til að samræma kröfur um útlit og hagkvæmni og notum til þess nýjustu tækni til útreikninga og myndvinnslu.

Til þess að sem bestur árangur náist leggjum við áherslu á gott samstarf og samráð við verkkaupa, arkitekta og aðra hönnuði um val á lausnum.

Við fylgjumst vel með nýjungum á sviði burðarkerfa og erum í tengslum við erlenda sérfræðinga til að víkka sjónsvið okkar enn frekar. Þannig tryggjum við að hönnun okkar sé nútímaleg og hagkvæm.

Burðarvirki húsbygginga

Burðarvirki eru grunnstoðir hverrar húsbyggingar og skipta lykilmáli þegar kemur að öryggi og endingu þeirra. Burðarvirki húsbygginga mótast af notkunarmöguleikum, rýmiskröfum, staðsetningu og efnisvalkostum. Burðarvirkjahönnuðir VSÓ búa yfir víðtækri reynslu af hönnun fjölbreyttra burðarkerfa í húsbyggingum s.s. úr steinsteypu, stáli, timbri, límtré, CLT-einingum, forsteyptum einingum o.fl.  Hver lausn er valin með hliðsjón af öryggi, notagildi, hagkvæmni, endingu og umhverfissjónarmiðum.

Við byggjum á áratugalangri reynslu og þekkingu á ólíkum aðstæðum, hvort sem um er að ræða jarðskjálftavirk svæði, kröfur um snjó- og vindálag eða aðra staðbundna þætti.

Markmið okkar er að skila vönduðum og hagkvæmum lausnum sem standast tímans tönn og stuðla að öruggu og traustu umhverfi.

Burðarvirki samgöngumannvirkja

Burðarvirki í umferðarmannvirkjum s.s. brúm, undirgöngum,  stoðveggjum og öðrum mannvirkjum tengdum samgöngum þurfa að uppfylla strangar kröfur um öryggi, endingu og virkni við  síbreytilegar og krefjandi aðstæður.

Við leggjum áherslu á að hönnunin taki mið af bæði burðarþoli og notkunargildi þar sem umferð, veðurálag, jarðfræðilegar aðstæður og líftími mannvirkisins eru lykilatriði.

Áhersla er lögð á  lágmörkun viðhaldskostnaðar og að mannvirkið falli vel að umhverfi sínu, hvort sem það er í þéttbýli eða á landsbyggðinni, og styðji við örugga og greiða umferð fyrir alla vegfarendur.

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um Burðarvirki veita:

Kristján Einar Auðunsson

Kristján Einar Auðunsson

Sviðsstjóri Burðarvirkja

Halldór Gunnar Daðason

Halldór Gunnar Daðason

Fagstjóri Burðarvirkja