Dalskóli í Úlfarsárdal

Í Úlfarsárdal í Reykjavík hefur verið byggð sannkölluð miðstöð mennta menningar og íþrótta.  Þar er að finna bæði leikskóla og grunnskóla, frístundaheimili, bókasafn, sundlaug og íþróttamiðstöð ásamt íþróttavöllum og leikvöllum utanhúss, allt í sama kjarnanum. 

Hönnun miðstöðvarinnar er glæsileg í alla staði og búnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Þar er til dæmis fullbúið hljóðver, upptökuver og hengikoja. Þá er óvanalegt að í sömu byggingu séu bæði sundlaug og bókasafn og nokkur áskorun var fyrir arkitekta og verkfræðihönnuði að flétta saman þá ólíku starfsemi.

Mannvirkin eru í heild um 18 þúsund fermetrar. Framkvæmdir stóðu yfir í u.þ.b. 6 ár og er framkvæmdin ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Arkitektar bygginganna eru VA Arkitektar, Landmótun sá um lóðarhönnun og VSÓ Ráðgjöf sá um alla verkfræðihönnun.  Byggingarnar eru hannaðar í þrívíd með BIM aðferðafræði.

Gerðar eru miklar kröfur til frágangs og umhverfis m.a. vegna nálægðar við Úlfarsá.  Einnig eru byggingarklasinn hannaður með BREEAM umhverfisvottun í huga sem m.a. gerir miklar kröfur tikl orkunotkunar, sjálfbærni og vistvænna lausna. 

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna.
  • Hönnun loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa.
  • Ráðgjöf um eðslifræði bygginga.
  • ÖHU áætlanir.
  • Lífsferilsgreining LCA, í samræmi við kröfur BREEAM.
  • BREEAM ráðgjöf.

Verktími: 2015- 2021.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.