Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð

Í verkefninu felst bygging nýs 1.200 m² leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar úr CLT einingum á þrem hæðum, auk kjallara. Fyrstu tvær hæðir eru fyrir almennt leikskólastarf, en á þriðju hæð er fjölskyldumiðstöð/opinn leikskóli. Námssvæði barnanna er á sameiginlegu svæði. Heimastofur og matsalur opnast inn í það og góð tenging er við útisvæði. Sameiginlega svæðið má nýta á fjölbreyttan máta og á að vera hægt er að skipta því upp. Hönnun er samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar, þ.e. hönnun fyrir alla/aðgengi fyrir alla.

Hönnun leikskólans miðast við að nota umhverfisvæn, endurvinnanleg eða endurnýtanleg efni. Horft er til líftíma byggingarinnar með það að markmiði að tryggja notagildi hennar til framtíðar og halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Góð innivist í bygginguni og möguleikar á að hægt sé að aðlaga rými eftir þörfum á hverjum tíma er haft í fyrirrúmi við hönnuina. Byggingin mun uppfylla alþjóðlega umhverfisvottun, BREEAM Excellent.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna.
  • Hönnun loftræsikerfa.
  • Byggingareðlisfræðileg ráðgjöf.
  • BREEAM ráðgjöf.
  • Lífsferilsgreining LCA.

Verktími: 2021-2022.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.