18. október 2023

BIM breytir því hvernig við hönnum 

VSÓ býður upp á BIM ráðgjöf og þjónustu við fjölbreytt verkefni.  Eftirfarandi viðtal við Karinu Sebjørnsen BIM ráðgjafa á skrifstofu VSÓ í Jessheim birtist á norskum vefmiðlum í október 2023 – þar að sjálfsögðu á norsku en hér í íslenskri þýðingu.

BIM, sem stendur fyrir Building Information Modeling þ.e. upplýsingalíkön mannvirkja, er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar til að búa til, stjórna og skiptast á upplýsingum og líkönum.

BIM hefur verið þróað til að bæta skilvirkni, samvinnu og ákvarðanatöku í byggingariðnaði og er kjarninn í samræmdu módeli mismunandi fagsviða s.s. arkitektúrs, burðarvirkja, rafkerfa og lagnakerfa.

– Í stuttu máli felur BIM í sér stafræn þrívíddarlíkön sem veita miklar upplýsingar um mannvirki og tæknikerfi þess. Líkangerð með BIM þýðir að líkan, teikningar og skjalagögn er samtengd, útskýrir Karina Sebjørnsen.  Hún hefur starfað sem BIM ráðgjafi í 18 ár og hefur mikla reynslu af teikningu, þróunarvinnu og ráðgjöf innan fagsins.

Kostir BIM

– BIM er fagsvið í örum vexti og sem VSÓ vill leggja áherslu á. Við erum með okkar eigin BIM deild þar sem reyndir ráðgjafar starfa. Notkun BIM breytir því hvernig þú hannar og það eykur skilning á milli fagsviða, segir Karina.

Sebjørnsen segir að sum séu svolítið efins um notkun BIM þar sem um nokkurn upphafskostnað sé að ræða við að koma kerfinu upp. Að því loknu eru kostirnir þó ótvíræðir og fjölmargir. Stærsti ávinningurinn er sá að villum í hönnunargögnum fækkar mikið og vandamálunum er eytt áður en að vinna á byggingarstað hefst.

– Hluti af starfinu sem BIM ráðgjafi felur í sér gæðaeftirlit. Við skoðum allt frá nafngiftum til númerasetningar á teikningum og líkönum, og  athugum hvort allt sé rétt miðað við kröfur og staðla. Með 3D upplýsingalíkani er auðveldara að finna villur og annmarka. BIM stuðlar einnig að tímasparnaði og lægri byggingarkostnaði, segir Karina.

Með notkun BIM getur þú komið í veg fyrir vandamál og misskilning milli hinna ýmsu fagasviða snemma í ferlinu.  Í BIM líkanið er hægt að sækja nákvæmar heimildir og hnitmiðaðar teikningar.  Annar kostur er að hægt er að nota BIM líkan á byggingarstað og á hönnunarfundum.  Þetta leiðir til aukins skilnings milli verkkaupa, hönnuða og verktaka.

Eitt kerfi fyrir alla

– Það er einnig hægt að gera greiningar í kerfinu þar sem hugsanlegar villur og annmarkar koma í ljós, svo hægt sé að skoða aðrar lausnir og ráðstafanir. Einnig er hægt að tengja BIM við orkuútreikningaforrit sem kemur með tillögur um aðgerðir til orkusparnaðar, segir Sebjørnsen.

BIM er notaði á mörgum fagsviðum og er nýtist í öllu ferlinu, frá skipulagningu til hönnunar, uppbyggingar og reksturs.  Einnig nýtist það til að halda utanum gögn sem eru gagnleg fyrir viðhald byggingarinnar, kerfisleiðbeiningar o.fl.

Þar sem þetta er stafrænt kerfi geta verkefnin verið hvar sem er á landinu eða í heiminum. BIM ráðgjafar þurfa ekki að vera viðstaddir á staðnum í eigin persónu til að vinna rýnisvinnu eða aðstoða við vandamál, brosir Karina.

Fjölbreytt og spennandi verkefni

Verkefni VSÓ Ráðgjafar eru breytileg, allt frá smærri verkefnum innan einkageirans til stærri verkefna fyrir byggingaraðila ríkis og sveitarfélaga. Á verkefnalistanum eru t.d opinberar byggingar, sundlaugar, vöruhús og leikskólar.

– Núna erum við meðal annars að vinna að tveimur stórum verkefnum á Íslandi. Uppbyggingu á flugvellinum í Keflavík, nýrri flugstöðvarbyggingu til austurs auk lengingar norðurálmu og tengingar við suðurbyggingu. Annað dæmi um verkefni verkefnið er stór fiskeldisstöð á landi þar sem framleidd verða yfir 40.000 tonn árlega. Við veitum BIM þjónustu í báðum verkefnum. Þetta eru tvö mjög stór og spennandi verkefni fyrir okkur, segir Karina að lokum.


Nánari upplýsingar veitir:

Karina Sebjørnsen
BIM – Upplýsingatækni í mannvirkjagerð
karina@vso.is
s: +47 932 10 498



Andrés Þór Halldórsson
BIM  – Verkefnastjórn
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
andres@vso.is
s: 585 9198