27. ágúst 2019

Nýr gámakrani í Sundahöfn

Eimskip hefur nú tekið í notkun stærsta gámakrana landsins sem jafnframt er hæsta mannvirki höfuðborgarsvæðisins. Nýi kraninn sem fengið hefur nafnið Straumur, leysir af hólmi gámakranann Jaka sem hefur þjónað Eimskip dyggilega síðan 1984.

Straumur er liður í þróun á flutningakerfi Eimskips sem felst í nýjum og stærri skipum, nýjum viðlegum í Sundahöfn og ýmsum breytingum á athafnasvæði félagsins.

Kraninn er smíðaður í verksmiðju Liebherr í Killarney, litlum bæ 100km frá sjó á Írlandi. Hann var fluttur í hlutum til hafnar í Fenit og kom til landsins í lok apríl. Samsetningu hans lauk í júlí og er hann nú kominn í fullan rekstur.
VSÓ hefur unnið með starfsmönnum Eimskips að undirbúningi og framgangi þessa verkefnis mörg undanfarin ár líkt og við byggingu Jakans fyrir rúmum 35 árum.

Frétt RÚV um nýja gámakranan