19. júlí 2019

Opnun nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í Hafnarfirði var opnað við formlega athöfn þann 17. júlí síðastliðinn og ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn á næstu vikum.  Í nýju byggingunni eru 60 ný hjúkrunarrými ásamt tilheyrandi stoðrýmum og tengingu við eldri byggingu.  Nýju byggingunni er ætlað að leysa eldri byggingu hjúkrunarheimilisins af hólmi að mestu en framkvæmdir eru fyrirhugaðar þar á næstunni. Að þeim framkvæmdum loknum verða hjúkrunarrými á Sólvangi alls orðin 93,  sem er 34 rýma fjölgun frá því sem fyri var, ásamt því að öll aðstaða verður til muna betri.    

VSÓ óskar Hafnarfjarðarbæ, íbúum Sólvangs, starfsfólki og öðrum aðstandendum Sólvangs innilega til hamingju með þessa glæsilegu nýju byggingu!

Frétt mbl.is um opnun hjúkrunarheimilsins

VSÓ sá um hönnun jarðtækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagnakerfa og loftræsikerfa byggingarinnar.