17. janúar 2019
Ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlana
Húsnæðisáætlanir gefa sveitarfélögum skýra mynd af stöðu húsnæðismála og þróun þeirra næstu árin. Í desember á sl. ári tók gildi reglugerð þar sem sú krafa er gerð til sveitarfélaga að þau hafi lokið við gerð húsnæðisáætlana fyrir 1. mars næstkomandi.
Undanfarin misseri hefur Sverrir Bollason, sérfræðingur í húsnæðis- og skipulagsmálum hjá VSÓ Ráðgjöf, leitt vinnu við gerð húsnæðisáætlana vítt og breitt um landið og nú þegar hefur VSÓ tekið að sér gerð á yfir tug húsnæðisáætlana fyrir lítil og stór sveitarfélög víða um land. Að sögn Sverris gerir einstök blanda þekkingar og reynslu starfsfólks VSÓ á skipulagsgerð, bygginga- og velferðarmálum það kleift að nálgast viðfangsefnið á sérstaklega vandaðan og hagkvæman hátt.
Hvort sem um er að ræða aðstöð við að stýra áætlanagerðinni, veita endurgjöf um framsetningu og efnistök eða vinna að gerð húsnæðisáætlunar frá upphafi til enda, eru sérfræðingar VSÓ í húsnæðis- og skipulagsmálum til reiðu við að aðstoða þau sveitarfélög sem eiga eftir að klára húsnæðisáætlun sína fyrir 1. mars.
Þjónustulínur – Húsnæðisáætlanir
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Bollason