Úrgangsstjórnun

VSÓ Ráðgjöf er leiðandi í úrgangsstjórnun og hefur öflugan hóp starfsfólks með þekkingu reynslu í úrgangsmálum. Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er ávallt höfð að leiðarljósi; að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi.

Lagaumhverfi á sviði úrgangsmála hefur breyst mikið á síðustu árum og fyrirséðar eru frekari breytingar. Umhverfisvitund landsmanna hefur aukist hröðum skrefum og áhugi almennings á endurvinnslu og betri nýtingu efna hefur aukist.

Fyrir framkvæmdir yfir ákveðinni stærð skal, skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 gera áætlun um meðhöndlun úrgangs. Í áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skulu koma fram upplýsingar um skipulagningu, skráningu, flokkun, endurnýtingu og förgun úrgangs. Áætlun skal skila með umsókn um byggingarleyfi. Leiðbeiningarnar eru um meðhöndlun og takmörkun byggingarútgangs sem nýtist við skipulag á meðferð úrgangsins.

VSÓ veitir eftirfarandi þjónustu á sviði úrgangsmála:

  • Endurnotkunaráætlanir bygginga.
  • Niðurrifsúttektir bygginga og áætlun um meðhöndlun úrgangs.
  • Svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs.
  • Leiðbeiningar og handbækur um úrgangsstjórnun fyrir sveitarfélög.
  • Umhverfisúttektir og meðferð hættulegra efna við niðurrif bygginga.
  • Úrgangsstjórnun fyrirtækja og á byggingastöðum.
  • Greiningar á uppruna úrgangs, eðli, magni og mögulegri meðhöndlun.
  • Úrgangsforvarnir, t.d. koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Dæmi um  verkefni á sviði úrgangsstjórnunar:


Nánari upplýsingar veitir:

Bryndís Skúladóttir
Efnaverkfræðingur M.Sc.
bryndis@vso.is
s: 585 9159