Úrgangsstjórnun

VSÓ Ráðgjöf er leiðandi í úrgangsstjórnun og hefur öflugan hóp starfsfólks með þekkingu og reynslu í úrgangsmálum. Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er höfð að leiðarljósi í verkefnum – að auka líftíma auðlinda og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur.

Þjónusta og viðfangsefni VSÓ á sviði úrgangsmála eru m.a.:

  • Endurnotkunaráætlanir bygginga.
  • Niðurrifsúttektir bygginga og áætlun um meðhöndlun úrgangs.
  • Svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs.
  • Leiðbeiningar og handbækur um úrgangsstjórnun fyrir sveitarfélög.
  • Umhverfisúttektir og meðferð hættulegra efna við niðurrif bygginga.
  • Úrgangsstjórnun fyrirtækja og á byggingastöðum.
  • Greiningar á uppruna úrgangs, eðli, magni og mögulegri meðhöndlun.
  • Úrgangsforvarnir, t.d. koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Umhverfisvitund landsmanna hefur aukist hröðum skrefum og áhugi almennings á endurvinnslu og betri nýtingu efna hefur aukist.

Lagaumhverfi á sviði úrgangsmála hefur breyst mikið á síðustu árum. Umfangsmiklar lagabreytingar komu til framkvæmda 1. janúar 2023, sbr. breytingalög nr. 103/2021. Markmið breytinganna er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærari auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Fyrir framkvæmdir yfir ákveðinni stærð skal skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 gera áætlun um meðhöndlun úrgangs. Í áætluninni skulu koma fram upplýsingar um skipulagningu, skráningu, flokkun, endurnýtingu og förgun úrgangs. Áætluninni skal skila með umsókn um byggingarleyfi. Sjá einnig Leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs sem nýtast við skipulag á meðferð úrgangsins.

Dæmi um  verkefni á sviði úrgangsstjórnunar:


Nánari upplýsingar veita:

Bryndís Skúladóttir
Efnaverkfræðingur M.Sc.
bryndis@vso.is
s: 585 9159




Guðný Káradóttir

Teymisstjóri – Græna leiðin
gudny@vso.is
s: 585 9138