22. júní 2018

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð

VSÓ Ráðgjöf hefur, í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Vesturbyggð, lokið við frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarnargarða á Patreksfirði, fyrir ofan Urðargötu, Hóla og Mýrar. Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, helstu áhrifaþáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverfisþætti. Umhverfisþættir sem eru teknir fyrir í mati á umhverfisáhrifum eru vistgerðir, gróður og fuglalíf, vatnafar, jarðminjar, hljóðvist, fornleifar, loftgæði, snjósöfnun, loftslag, landslag og ásýnd og útivist.
Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hana hér fyrir neðan ásamt sérfræðiskýrslum.

Almenningar er hvattur til að kynna sér efni frummatskýrslu og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða á netfangið skipulag@skipulag.is

Frestur til að senda inn ábendingar er til 7. ágúst 2018.