6. apríl 2021

Kynning á aðstöðustjórnun

Aðstöðustjórnun (e. facility management) er rótgróið fagsvið sem um þessar mundir er í örum vexti um allan heim.  Kórónuveirufaraldurinn hefur að auki ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur á flestum vinnustöðum kallað á mikið endurskipulag aðstöðuþarfa, sem fyrirsjáanlegt er að breytast muni til frambúðar þó faraldurinn renni sitt skeið.

Þann 23. mars sl. stóð VSÓ Ráðgjöf fyrir opnum kynningarfundi um aðstöðustjórnun sem haldinn var á vegum Sjórnvísi.  Á fundinum kynnti Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, Hannes F. Sigurðsson verkefnastjóri hjá FSR og Lara Paemen framkvæmdastjóri IFMA Europe tilgang og ávinning aðstöðustjórnunar.  Hægt er að horfa á upptöku af fundinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan

Kynningarfundur um aðstöðustjórnun

Aðstöðustjórnun er einnig ný þjónustulína hjá VSÓ sem má kynna sér hér á vefnum .