Aðstöðustjórnun

Markmið aðstöðustjórnunar er að byggingar og búnaður í vinnuumhverfi og stoðþjónusta styðji við kjarnastarfsemi fyrirtækja á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. Þegar aðstöðustjórnun er beitt á árangursríkan hátt tryggir hún m.a. að:

  • Húsnæði svari þörfum viðskiptaferla og sé sveigjanlegt m.t.t. nauðsynlegrar aðlögunar að framtíðarþörfum starfseminnar.
  • Húsnæði sé öruggt, heilsusamlegt og umhverfisvænt.
  • Húsnæðið skapi aðlaðandi og hvetjandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólk, þar sem því líður vel við vinnu sína.

Ávinningur af góðri aðstöðustjórnun er lægri rekstrarkostnaður m.a. vegna húsnæðiskostnaðar og minni fjarveru starfsfólks vegna veikinda eða stoðkerfisvandamála.

VSÓ Ráðgjöf aðstoðar húseigendur og leigutaka við að aðlaga vinnuaðstöðu í atvinnuhúsnæði að kröfum starfseminnar og þörfum starfsfólks. Horft er til ýmissa þátta til að ná markmiðum um sjálfbærni og hvetjandi vinnuumhverfi s.s.:

  • Hámörkun á rýmisnýtingu, með vinnustaðaskipulagi sem tekur mið af rekstrarþörfum án þess að draga úr þægindum starfsmanna.
  • Aðlögun orkunotkunar að álagsþörfum reksturs.
  • Sjálfvirkrar aðlögunar loftræsi- og upphitunarkerfa að þörfum notenda.
  • Efnisvals með áherslu á endurnýtingarmöguleika.
  • Hagræðingar og minni sóunar með hentugri samnýtingu mismunandi leigutaka í sömu eign.

Með skilvirkri aðstöðustjórnun má styðja við ákvarðanatöku og ráðgjöf um vottun á sjálfbærni atvinnuhúsnæðis í rekstri eins og BREEAM In-use eða öðrum sambærilegum vottunarkerfum.

Sjá einnig:

Aðstöðustjórnun lykill að bættri sjálfbærni. 

Er aðstaðan að vinna með þér?


Nánari upplýsingar veitir:

Matthías Ásgeirsson
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
matthias@vso.is
s: 585 9135