Aðstöðustjórnun

(e. Facility Management)

Markmið aðstöðustjórnunar er að vinnuumhverfi og stoðþjónusta styðji við kjarnastarfsemi fyrirtækja á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. Þegar aðstöðustjórnun er beitt á árangursríkan hátt tryggir hún m.a. að:

 • Húsnæði svari þörfum viðskiptaferla og sé sveigjanlegt m.t.t. nauðsynlegrar aðlögunar að framtíðarþörfum starfseminnar.
 • Húsnæði sé öruggt, heilsusamlegt og umhverfisvænt.
 • Húsnæðið skapi aðlaðandi og hvetjandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólk, þar sem því líður vel við vinnu sína.
 • Lægri rekstrarkostnað fyrirtækis m.a. vegna húsnæðiskostnaðar og minni fjarveru starfsmanna vegna veikinda eða stoðkerfisvandamála.

Ráðgjafar VSÓ aðstoða þig við:

 • Stefnumörkun aðstöðustjórnunar í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
 • Lágmörkun kostnaðar, sóunar og umhverfisáhrifa með því að skilgreina og veita ráðgjöf við útvegun á réttri aðstöðu á réttum tíma.
 • Samstilla vinnuumhverfi og stoðferla við viðskiptaferla.
 • Skilgreina stoðþjónustuþarfir og umfang með gerð þjónustustigsamninga.
 • Innkaup, skipulagningu, aðlögun og rekstur atvinnuhúsnæðis.
 • Hönnun á miðlægu aðstöðustjórnunarskipulagi.
 • Val og notkun á aðstöðustjórnunarhugbúnaði.
 • Tryggja aðlaðandi og samkeppnishæfan vinnustað.

Sé markvissri aðstöðustjórnun ekki beitt í rekstri fyrirtækis skapast m.a. hætta á að húsnæði þess svari ekki þörfum starfseminnar þegar til lengdar lætur, sé óöruggt, óheilsusamlegt og hafi neikvæð áhrif á umhverfið og/eða bjóði á annan hátt upp á slæma vinnuaðstöðu með tilheyrandi aukinni starfsmannaveltu og fjarveru starfsmanna. Síðast en ekki síst er einnig hætta á að engin eða ómarkviss aðstöðustjórnun auki rekstrarkostnað fyrirtækis verulega og dragi úr framlegð.


Nánari upplýsingar veitir:

Matthías Ásgeirsson
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
matthias@vso.is
s: 585 9135