Burðarvirkjahönnun

VSÓ Ráðgjöf hefur mikla reynslu og þekkingu á hönnun burðarvirkja. Við leitum leiða til að samræma kröfur um útlit og hagkvæmni og notum til þess nýjustu tækni til útreikninga og myndvinnslu.

Til þess að sem bestur árangur náist leggjum við áherslu á gott samstarf og samráð við verkkaupa, arkitekta og aðra hönnuði um val á lausnum.

Við fylgjumst vel með nýjungum á sviði burðarkerfa og erum í tengslum við erlenda sérfræðinga til að víkka sjónsvið okkar enn frekar. Þannig tryggjum við að hönnun okkar sé nútímaleg og hagkvæm.


Nánari upplýsingar veitir:

Atli Örn Hafsteinsson
Sviðsstjóri burðarvirkis
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
atli@vso.is
s: 585 9142