Hönnunar- og kostnaðarrýni

Rýni verkefna er mikilvægur hlekkur í gæðastjórnun við framkvæmdir og undirbúning þeirra. Samfara uppbyggingu gæðakerfis VSÓ upp úr 1994 hóf fyrirtækið að beita þessu verklagi í verkefnum á þess vegum. Nú er þetta verklag órjúfanlegur hluti framkvæmdaeftirlits og hluti af stöðluðum kröfum allra stærri verkkaupa.

VSÓ Ráðgjöf hefur verið brautryðjandi og leiðandi í þeirri aðferðafræði sem viðhöfð er við verkefnarýni. Verkefnarýni er skilgreind sem skjalfærð, samfelld og kerfisbundin yfirferð á verkefnum, með það fyrir augum að uppfylla setta og skilgreindar kröfur. Rýni verkefna er oft skipt í þætti eins og hönnunarrýni, kostnaðarrýni og verkþáttarýni.

Fyrstu verkefnin hérlendis þar sem kerfisbundin hönnunarrýni fór fram voru unnin upp úr 1994 undir stjórn VSÓ. Síðan þá hefur mikill fjöldi verka verið rýndur, þ.m.t. flestar nýjar grunnskólabyggingar í Reykjavík. VSÓ Ráðgjöf hefur því verið brautryðjandi í þeirri aðferðafræði sem þar er viðhöfð. Hönnunarrýni er skjalfærð, samfelld og kerfisbundin yfirferð á verkefnum, með það fyrir augum að uppfylla settar og skilgreindar kröfur. Hönnunarrýni tekur á útfærslu lausna og eiginleikum þeirra með það að markmiði að fá bæði bestu tæknilegu lausnina og þá hagkvæmustu.

Kostnaðarrýni er verkfæri sem nota má til að fylgjast með þróun kostnaðar á hönnunar- og framkvæmdaskeiði. Ennfremur kemur það að góðum notum þegar ná þarf niður kostnaði á undirbúningsskeiði framkvæmda.


Nánari upplýsingar veitir:

Sandra Dís Dagbjartsdóttir
Sviðsstjóri verkefnastjórnun
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
sandra@vso.is
s: 585 9124