Þjónustuútboð

Fjármunir samfélagsins eru takmarkaðir og hörð samkeppni um ráðstöfun þeirra. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa því stöðugt að huga að betri nýtingu þeirra fjármuna sem þeim eru ætlaðir til starfsemi sinnar. Þegar leitað er leiða til að draga úr útgjöldum eru einkum tveir kostir sem blasa við. Annar er sá að endurskipuleggja starfsemina, breyta verkferlum eða taka upp nýja tækni. Hinn kosturinn er að fela þjónustuaðilum einstök verk, sem ekki snerta meginstarfsemi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar og sem þeir geta unnið með hagkvæmari hætti. Þetta er oft gert með þjónustusamningi með eða án útboðs.

Við gerð þjónustusamnings er annaðhvort farin útboðsleiðin eða leitað beint eftir samningum við ákveðna aðila. Mikilvæg forsenda útboðs er að samkeppni og þekking á viðfangsefninu sé fyrir hendi á markaðnum til að unnt sé að ná þeim árangri sem stefnt er að.

Til þess að meta ávinning af útboði er nauðsynlegt að þekkja kostnað við þá þjónustu sem bjóða á út. Oft er sá kostnaður ekki augljós þar sem um viðamikla og flókna starfsemi er að ræða. Einnig getur hann verið samofinn öðrum þjónustuliðum og ekki aðgreindur sérstaklega.

Meðal verkefna VSÓ Ráðgjafar á sviði þjónustuútboða má nefna ræstingu húsnæðis, öryggisgæslu, rekstur mötuneyta, viðhald og rekstur bygginga, sorphirðu, gámaflutninga, mjólkurflutninga, rekstur leikskóla o.fl. Verkkaupar hafa verið jafnt opinberir aðilar sem einkafyrirtæki, stór og smá.


Nánari upplýsingar veitir:

Sandra Dís Dagbjartsdóttir
Sviðsstjóri verkefnastjórnun
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
sandra@vso.is
s: 585 9124