Staðarvalsráðgjöf

Staðsetning er grundvallarþáttur í öllum atvinnurekstri. Val á réttum stað fyrir fjárfestingu og uppbyggingu er lykillinn að árangri. Hvort sem ætlunin er að reisa nýja framleiðslueiningu, stofna útibú eða ráðast í nýsköpun þá er mikilvægt að byrja á réttum stað.

VSÓ Ráðgjöf er leiðandi í þekkingu á staðháttum og gefur viðskiptavinum kost á að bera  saman ólíka valkosti með þarfir hvers og eins að leiðarljósi. Við getum boðið upp á heildstætt yfirlit yfir staðhætti og innviði um land allt, tekið saman lykilþætti og metið aðstæður og tækifæri í okkar eigin staðarvalskerfi svo valið verði skýrt.

Miklar framfarir hafa orðið í söfnun og birtingu landupplýsinga sem VSÓ Ráðgjöf hefur tileinkað sér og gerir okkur kleift að veita þá ráðgjöf sem þarf svo verkefnið komist á réttan stað. Þar má nefna heildstætt yfirlit yfir svæði sem henta til atvinnuuppbyggingar og hvernig þau tengjast þeim innviðum sem skipta máli hverju sinni. Hvort sem áherslan er á snögga uppbyggingu eða sérhæft val þá hjálpum við að finna lausn sem veitir forskot.

VSÓ Ráðgjöf er með fjölbreytta reynslu á sviði staðarvalsráðgjafar. Þar má nefna:

  • Val á staðsetningu fyrir iðnfyrirtæki og staðfesting á fyrri ákvörðunum
  • Staðarval fyrir Háskólann í Reykjavík
  • Staðarval fyrir grunnskóla
  • Staðarval fyrir olíubirgðastöð
  • Staðarval fyrir baðlón

Meðal þeirra þátta sem við getum tekið saman eru:

  • Viðeigandi stærð lóðar fyrir starfsemi
  • Aðgengi að veitukerfum
  • Aðgengi að flutningskerfum
  • Aðgengi að vinnumarkaði
  • Staða svæðis í skipulagi

Þegar búið er að velja stað eða mögulega staði er VSÓ Ráðgjöf innan handar með þróun skipulags, framkvæmdaráðgjöf og mat á umhverfisáhrifum. Við höfum aðstoðað fjölda iðnfyrirtækja með ráðgjöf með tilliti til laga um umhverfis- og öryggismál.


Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri umhverfis og skipulags
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180