Jarðtækni

 

grunnurinn að góðu verki

VSÓ Ráðgjöf hefur yfir að ráða öflugu teymi sérfræðinga á sviði jarðtækni sem búa yfir mikilli faglegri reynslu hvað varðar jarðtæknilega hönnun og ráðgjöf fyrir hverskyns mannvirkjagerð, allt frá smærri jarðvinnuframkvæmdum til stórra innviðaframkvæmda.

Teymi VSÓ byggir reynslu sína á fjölda ólíkra verkefna, bæði á Íslandi og í Noregi, sem skapar þeim víðtæka þekkingu á fjölbreyttum jarðvegsaðstæðum og aðlögun byggingartæknilegra lausna og úrræða að þeim.

Veitt er alhliða jarðtæknileg ráðgjöf á öllum stigum verkefna s.s. forathuganir, rannsóknir, hönnun, eftirlit á byggingartíma og eftirfylgni á líftíma mannvirkja.

Meðal viðfangsefna starfsfólks VSÓ á þessu sviði eru:

  • Skipulagning, umsjón og úrvinnsla jarðtæknirannsókna, bæði hérlendis og erlendis – sér í lagi í Noregi með áherslu á kvikleir.
  • Umfangsmiklir stöðuleikaútreikningar á jarðvegi m.a. m.t.t. jarðlagaeiginleika, grunnvatnsstöðu, skriðuhættu, jarðhræringa og álags.
  • Hönnun á undirstöðum bygginga, allt frá kartöflugeymslum til sjúkrahúsa.
  • Hönnun jarðskriðs- og hrunvarnaraðgerða t.a.m. sjóvarnagarða, snjóflóðavarna, stoðveggja og stálþilja.
  • Skipulagning, hönnun og eftirlit með framkvæmdum þar sem klöpp er losuð með sprengingum.
  • Umsjón með fergingum til að tryggja stöðugleika gegn jarðsigi og auka burðarþol jarðvegs.
  • Kortlagning á menguðum jarðvegi og ráðgjöf um meðhöndlun.
  • Almennt eftirlit með jarðvinnuframkvæmdum, jafnt í stórum sem smáum verkefnum.

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um Jarðtækni veita:

Árni Snær Kristjánsson

Árni Snær Kristjánsson

Sviðsstjóri Byggðatækni

Davíð Rósenkrans Hauksson

Davíð Rósenkrans Hauksson

Verkefnastjóri Jarðtækni