10. júlí 2018

Lunden skole

Í samvinnu bera VSÓ Ráðgjöf og Pir II arkitektar í Osló ábyrgð á allri hönnun vegna viðbyggingar við Lunden skole í Hamar í Noregi.
Lunden skole er barnaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og til stendur að stækka skólann með 2.100 m² nýbyggingu ásamt því að gera upp hluta núverandi byggingar. Einnig verður byggð ný íþróttahöll sem verður sambyggð nýrri viðbyggingu. Rík áhersla er lögð á það í verkefninu að hanna rými sem bjóða upp á möguleika á samnýtingu og á sama tíma að skólinn uppfylli kröfur og væntingar nemenda og starfsmanna.

Umhverfismál eru mikilvæg hjá Hamar kommune og því verður rík áhersla lögð á umhverfisvænar lausnir, notkun á sólarsellum, efnisval sérstaklega skoðað ásamt fleiru við hönnun verkefnisins. Nákvæm áætlun fyrir eftirfylgni umhverfismála er unninn í upphafi verks og fylgir hún verkinu til enda til að tryggja að kröfum sveitarfélagsins til umhverfismála sé fylgt.