Lög nr: 95/2016

Um timbur og timburvöru

Gildistaka: 2016-09-13

Flokkar: Umhverfismál

Starfssemi: Almennur rekstur, VSÓ

Lýsing: Markmið laga þessara er að koma í veg fyrir viðskipti með við úr ólöglegu skógarhöggi og markaðssetningu timburs og timburvöru úr slíkum viði hér á landi.

Upprunaskjal: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=5757e922-8dc8-43ea-ba6b-96aa9ae01075


Kröfur

Krafa – Grein 2: Lög þessi gilda um markaðssetningu timburs og timburvöru, sbr. skilgreiningu í reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 frá 20. október um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað. Lög þessi gilda einnig um sölu timburs og timburvöru um fjar­samskipta­miðla, sbr. skilgreiningu í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB frá 20. maí 1997 um neytendavernd að því er varðar fjarsölusamninga. Endurunnið timbur og endurunnar timbur­vörur falla utan gildissviðs laga þessara.

Krafa – Grein 21: Innleiðing á : Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 frá 20. október 2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað sem vísað er til í lið 9c í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013. 2.Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 607/2012 frá 6. júlí 2012 um ítarlegar reglur varðandi kerfi áreiðanleikakannana og varðandi tíðni og eðli eftirlits með vöktunarstofnunum sem kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 frá 20. október 2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað sem vísað er til í lið 9cb í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 75/2013. 3.Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 363/2012 frá 23. febrúar 2012 um reglur um málsmeðferð við viðurkenningu og afturköllun á viðurkenningu fyrir vöktunar­stofn­anir eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað sem vísað er til í lið 9ca í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013

Reglugerð nr. 823/2016

Um timbur og timburvöru

Gildistaka: 2016-09-28

Starfssemi: VSÓ, Almennur rekstur

Flokkun: Umhverfismál

Heimildir í lögum: 95/2016

Upprunaskjal: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=7d6a369b-b30d-4091-acff-50541758d028


Kröfur

Krafa – Grein 7, Innleiðing tiltekinna EES-gerða:

  1. Reglugerð Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 frá 20. október 2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 607/2012 frá 6. júlí 2012 um ítarlegar reglur varðandi kerfi áreiðanleikakannana og varðandi tíðni og eðli eftirlits með vöktunarstofnunum sem kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 frá 20. október 2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 363/2012 frá 23. febrúar 2012 um reglur um málsmeðferð við viðurkenningu og afturköllun á viðurkenningu fyrir vöktunar­stofn­anir eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 995/2010 um skyldur rekstraraðila sem setja timbur og timburvörur á markað.

Krafa – Grein 4, Um Vöktunarstofnun:

Krafa – Grein 3, mgr. 1: Rekstraraðilar sem setja timbur og timburvörur í fyrsta skipti á innri markað Evrópska efna­hags­svæðisins skulu, á grundvelli kerfisbundinnar nálgunar, gera viðeigandi ráðstafanir til að ganga úr skugga um að timbur úr ólöglegu skógarhöggi og vara úr slíku timbri sé ekki sett á markað. Skal rekstraraðili nota kerfi áreiðanleikakannana sem vöktunarstofnanir bjóða upp á.

Krafa – Grein 1, mgr. 2: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er rekstraraðila heimilt að nota eftirlitskerfi eða verklagsreglur sem hann notar nú þegar við gildistöku laga um timbur og timburvöru svo fremi sem það kerfi sem notað er samræmist kröfum reglugerðar (ESB) nr. 995/2010.