12. apríl 2018

Klettaskóli, ný íþróttaaðstaða

Nemendur og kennarar Klettaskóla fengu formlega afhent til notkunar nýjan íþróttasal og sundlaug miðvikudaginn 11. apríl.

Nýi íþróttasalurinn er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn pottur. Stærri laugin er 8m x 16,7m  með fjórum brautum og minni þjálfunarlaugin er með lyftanlegum botni.

Framkvæmdir við viðbyggingu Klettaskóla hófust vorið 2015.  Vinnu við tengibyggingu þar sem anddyri skólans er er núna lokið og hafa m.a. verið sett þar upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum.  Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbygginguna verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst.

VSÓ Ráðgjöf sá um ýmsa forvinnu, áætlanagerð og alla verkfræðihönnun á mannvirkinu að undanskilinni bruna- og hljóðhönnun.