3. september 2018

Innsiglingarviti við Sæbraut

Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir þá hafa undanfarna mánuði staðið yfir framkvæmdir rétt austan við Höfða þar sem verið er að setja nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkurhöfn sem kemur í staðinn fyrir vitann í turni Sjómannaskólans.

VSÓ Ráðgjöf hefur sinnt eftirliti með þessum framkvæmdum þar sem m.a. varð að færa út sjóvarnargarð og laga að steyptum palli fyrir vitann og útsýnispalli í kringum hann svo gestir og gangandi geti notið fjallasýninnar. Stefnt er að því að verkinu verði lokið í nóvember 2018.

Hér að neðan má finna hlekk á umfjöllun um framkvæmdirnar.