24. ágúst 2018

Rammasamningur við Isavia

VSÓ Ráðgjöf, í samstarfi við breska fyrirtækið Buro Happold, skrifaði undir rammasamning við Isavia um hönnun og ráðgjöf vegna uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 24. ágúst. Rammasamningurinn hjá VSÓ er fyrir flokkana hönnun burðarvirkja og rafkerfa við stækkun og breytingar á flugstöðinni og einnig hönnunarstjórn við aðrar byggingar en sjálfa flugstöðina.

Þetta er rammasamningur til 3 ára með mögulegri framlengingu til allt að 8 ára og áætlað verðmæti samningsins er á bilinu 2 til 4 miljarðar króna næstu 3 árin. Fyrstu verkefnin fara af stað í september og erum við gríðarlega spennt að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstu árum hjá Isavia.

Hér að neðan má finna hlekki á umfjöllun um rammasamninginn.