2. febrúar 2020

Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga, morgunverðarfundur

VSÓ Ráðgjöf kynnir grænar leiðir í byggingariðnaði sem draga úr kolefnislosun bygginga yfir allan lífferilinn.

VSÓ hefur undanfarin ár boðið viðskipavinum upp á að fara Grænu leiðina þ.e.a.s. boðið upp á vistvænar og hakvæmar lausnir fyrir fjölbreytt verkefni.  Grænar lausnir draga fram það besta í vistvænni hönnun ásamt því t.d. að styðja við jákvæða byggðaþróun, tryggja góða orkunýtingu og lágmarka bæði auðlindasóun og úrangsmyndun.  Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040 og VSÓ leggur sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun.

VSÓ býður öllum áhugasömum til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga þann 28. febrúar næstkomandi.  Hægt er að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á vso@vso.is eigi síðar en 26. febrúar n.k. 

Staður:   Grand Hótel,  Háteigur.
Hvenær:   Föstudaginn 28. febrúar, kl. 8:00-10:30
Fundarstjóri: Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Grænni Byggðar.

Dagskrá:

08:00 
Morgunmatur og spjall

08:30
Ávarp Olgu Árnadóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Kolefni bundið í byggingum,
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, burðarþolsverkfræðingur Ph.d. hjá VSÓ. 

Sustainability of precast elements: Current status and near future plans at Steypustöðin,
Wassim Mansour, Chief Technical & Commercial Officer hjá Steypustöðinni.

Ávinningur umhverfisvottunar BREEAM, Helga Rún Hlöðversdóttir, byggingarverkfræðingur M.Sc. hjá VSÓ.

SIMIEN byggingarhermun og orkubúskapur bygginga, Bjartur Guangze HU, byggingarverkfræðingur M.Sc. hjá VSÓ

BIM verkefnastýring í hönnun vistvænna bygginga, Andrés Þór Halldórsson, BIM verkefnastjóri M.Sc. hjá VSÓ.

10:30
Fundarslit