8. janúar 2021

Færsla Hringvegar um Mýrdal

Drög að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir um þessar mundir drög að matsáætlun vegna færslu Hringvegar um Mýrdal. Í drögum að matsáætlun er m.a. gerð grein fyrir valkostagreiningu, helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar, hvernig staðið verði að mati á umhverfisáhrifum, fyrirkomulagi kynninga og samráðs ásamt framsetningu gagna í frummatsskýrslu.

Drögin eru aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar og á vefsjánni
vik-hringvegur.netify.app en þar er einnig hægt að koma með ábendingar og athugasemdir. Einnig má senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar á netfangið erla@vso.is eða með pósti til VSÓ Ráðgjöf (b.t. Erla Björg Aðalsteinsdóttir), Borgartúni 20, 105 Reykjavík.

Frestur til að senda inn ábendingar er til og með 1. febrúar n.k.

VSÓ sér um mat á umhverfisáhrifum fyrir færslu Hringvegar um Mýrdal. VSÓ sér um gerð mats á umhverfisáhrifum fyrir verkefnið ásamt því að hafa sett upp vefsjá þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast matinu og koma ábendingum áleiðis.

Ef smellt er á mynd má nálgast skýrsluna

Vefsjá verkefnisins – ný og aðgengileg veflausn

Opnað hefur verið fyrir vefsjá á vefnum vik-hringvegur.netify.app sem gerð var af VSÓ þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast drögum að matsáætlun fyrir færslu Hringvegar í Mýrdal. Vefsjáin sýnir þá valkosti sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt þeim náttúru- og vatnsverndarsvæðum sem eru á svæðinu. Ítarlegri upplýsingar um framkvæmd, forsendur og markmið, helstu verkþætti, nálgun matsvinnu og rannsóknaráætlun er að finna í drögum að matsáætlun, en skýrslan er aðgengileg efst í hægra horni síðunnar.

Vefsjár eru gagnlegar til að setja fram ýmis gögn og upplýsingar á einfaldan hátt. Þær gefa heildarmynd af fyrirhuguðum viðfangssvæðum og m.a. nytsamar til kynningar og samráðs.