10. febrúar 2021

BREEAM umhverfisvottun

Umhverfisvottanir staðfesta að verkefni standist kröfur um sjálfbærni oggmörkun umhverfisáhrifa ásamt því að veita áreiðanlegan gæðastimpil. BREEAM vottun staðfestir að í verkefninu sé leitast við að hlúa að samfélaginu með samfélagslegri ábyrgð, sjálfbærni, kolefnishlutleysi og minnkandi vistspor að leiðarljósi. Vottunin styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi hins byggða umhverfis í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. Vottunarkerfið er alþjóðlegt og notar viðurkenndan kröfuramma við frammistöðumat á hönnun, framkvæmd og rekstrartíma byggingar en tekið er tillit til fjölmargra þátta, allt frá innivist til orkunotkunar. Bæði eru settar fram ákveðnar lágmarkskröfur sem ekki má víkja frá og nauðsynlegt er að uppfylla en einnig eru stig í boði sem ýta undir sjálfbærari hönnun/hönnunarferli.  

BREEAM vistvottunarkerfið dregur alla hlutaðeigandi aðila í verkefninu að borðinu mun fyrr í ferlinu heldur en oft tíðkast. BREEAM leggur áherslu á að samráð eigi sér stað meðal hönnuða, verkkaupa, notenda og annarra hagsmunaaðila. Fyrir vikið gefst öllum hlutaðeigendum kostur á að hafa áhrif á verkið áður en það er komið svo langt á veg að breytingar verði of kostnaðarsamar eða ómögulegar.

 

Lausn að loftlagsvandanumÁvinningur umhverfisvottana: 

 • Aukin sjálfbærni 
 • Aukin samfélagsleg ábyrgð 
 • Lækkar rekstrarkostnað mannvirkja 
 • Aðdráttarafl fyrir fjárfesta, leigjendur og íbúa 
 • Betri frammistaða á vinnustöðum 
 • Afkastameiri langtíma verkefni 
 • Meira virði bygginga 

 

Viðurkenndir aðilar með tilskilin réttindi í BREEAM vottunarkerfinu annast vottunarferlið og gera viðeigandi úttektir á hönnun og á því hvort uppfylltar séu þær kröfur sem gerðar eru. VSÓ Ráðgjöf veitir ráðgjöf varðandi BREEAM vistvottun og þar starfa viðurkenndir BREEAM matsaðilar fyrir:

 • Skipulagsáætlanir – BREEAM Communities
 • Nýbyggingar – BREEAM New Construction.
 • Endurbygging og endurnýjun húsnæðis  – BREEAM Refurbishment and Fit Out.
 • Byggingar í rekstri  – BREEAM In-Use.
  In-Use umhverfisvottun veitir eigendum viðurkenndan kröfuramma til þess að meta frammistöðu bygginga sinna og ákvarða í framhaldinu hvar tækifæri liggja til umbóta. Kerfið veitir eigendum tækifæri til þess að innleiða hagkvæmar umhverfisvænar umbætur í rekstri og stjórnun eignar.
  Hér má fræðast meira um BREEAM In-Use.