21. febrúar 2018

Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

VSÓ gerði nú nýlega samning við Auðnast ehf. um heildstæða þjónustu við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. VSÓ hefur áralanga reynslu í vinnu við öryggisstjórnun en í henni felast m.a. áhættugreiningar og áhættumat, vinnustaðaúttektir, umhverfis- öryggis- og heilbrigðiseftirlit á framkvæmdasvæðum o.fl.
Auðnast ehf. býður á hinn bóginn upp á heilsumiðaða þjónustu fyrir fyrirtæki s.s. Heil heilsu trúnaðarheilbrigðisþjónustu, handleiðslu og stjórnendaþjálfun, úttekt á vinnuaðstöðu ásamt fleiri heilsufarstengdum þáttum er varða andlega, líkamlega og félagslega heilsu.

Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða upp á samræmda þjónustu við að meta og bregðast við hættum í starfsumhverfinu s.s. tengdum vélum og tækjum, umhverfisþáttum, hættulegum efnum, álagi á líkama og stoðkerfi og vegna félags- og sálfræðilegra þátta. Þá er einnig gaman að segja frá því að VSÓ, í samstarfi við Auðnast, er á lista Vinnueftirlitsins yfir þá viðurkenndu þjónustuaðila og sérfræðinga í vinnuvernd sem veita heildstæða þjónustu.


Nánari upplýsingar veitir:

Jóhanna Björk Weisshappel 
Gæðastjóri
Umhverfis- og auðlindafræði M.Sc.
johannab@vso.is
s: 585 9202