Veitukerfi
Auk hefðbundinnar hönnunar fráveitu í tengslum við vega- og gatnagerð hefur VSÓ einnig annast sérhæfða ráðgjöf í fráveitumálum. Mest hefur þar borið á gerð heildaráætlana um úrbætur í fráveitumálum sveitarfélaga, samhliða verkhönnun einstakra áfanga.
Við vinnu sína hefur VSÓ Ráðgjöf haft hagkvæmni að leiðarljósi og sett spurningarmerki við nauðsyn hreinsivirkja og fært fyrir því gild rök. Að áeggjan sveitarfélaganna flutti VSÓ erindi á SATS fundi 2002 um sýn sína á þau verkefni sem við blasa í fráveitumálum sveitarfélaga og hvaða aðferðum skuli beitt við úrlausn þeirra. Birtist grein um þessi mál í Sveitarstjórnarmálum 5. og 6. tbl. 2003
Í Bessastaðahreppi vann VSÓ Ráðgjöf skýrslu um lausn fráveitumála hreppsins, þar sem umhverfismál og hagkvæmni lausna var haft að leiðarljósi. Á grundvelli skýrslunnar hannaði VSÓ Ráðgjöf fyrsta og eina skolpþrýstilagnakerfi á landinu, ásamt tilheyrandi útrás. Um er að ræða kerfi þar sem skolpi er dælt um PEH plast leiðslur í stað sjálfrennslis lagna. Slík kerfi henta vel í dreifðri byggð á flötu landi þar sem sjálfrennslislagnir myndu lenda mjög djúpt í jörðu, með tilheyrandi kostnaði. Í skolpþrýstilögnum þarf ekki að hafa áhyggjur af halla og lagnir eru lagðar eins grunnt og unnt er.
Sambærileg fráveituskýrsla var unnin fyrir Sandgerðisbæ. Þar var lausnin hins vegar hefðbundin sjálfrennslislögn með dælustöðvum. VSÓ Ráðgjöf forhannaði allt kerfið og hefur nú verkhannað fyrsta áfanga þess. VSÓ Ráðgjöf hefur unnið skýrslur um heildaráætlanir endurbóta í fráveitumálum neðangreindra sveitarfélaga:
- Sandgerði
- Bessastaðahreppi
- Siglufirði
- Þorlákshöfn
- Vogum á Vatnsleysuströnd
- Dalvík
- Vesturbyggð / Bíldudalur
Auk ofangreindra verkefna í fráveitumálum þá hefur VSÓ Ráðgjöf einnig unnið áætlanagerð og hannað endurbætur á dreifikerfi vatnsveitu í Bessastaðahreppi, Sandgerði og Vogum. Markmið er að tryggja nægt og öruggt vatn, bæði til neyslu og slökkvistarfa.
Vilhjálmur Árni Ásgeirsson
Sviðsstjóri byggðatækni
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
vaa@vso.is
s: 585 9171