Umhverfisstjórnun

 

Meginmarkmið umhverfisstjórnunar er að innleiða verkferla sem tryggja að tekið sé tillit til allra umhverfisþátta sem tengjast viðkomandi starfsemi. Við innleiðingu þessara ferla er gengið út frá kröfum sem settar eru fram í umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Það er alþjóðlegur staðall sem tryggir að markvist sé dregið úr umhverfisáhrifum rekstrarins ef verklagi hans er fylgt. Sambærilegar kröfur og gerðar eru í ISO 14001 staðlinum er að finna í EMAS reglugerð Evrópusambandsins, en hún er í gildi hér á landi.

Fyrirtæki geta fengið heilmikinn ávinning af því að innleiða umhverfistjórnun. Við innleiðingu finnast ósjaldan atriði þar sem innbyggð sóun hefur viðgengist í langan tíma. Einnig styrkir það ímynd fyrirtækja og fyrirtæki eiga auðveldara með að fylgja kröfum löggjafans. Sem dæmi um ávinning af innleiðingunni má nefna að orkufyrirtæki hafa fengið lægri vexti á lánakjör sín hjá erlendum bönkum.

Starfsmenn VSÓ Ráðgjafar hafa unnið með fjölda fyrirtækja við að innleiða umhverfisstjórnun. Einnig hafa starfsmenn mikla reynslu af samþættingu umhverfisstjórnunarkerfanna við gæðastjórnun og öryggisstjórnun, en þá er innleitt eitt rekstarkerfi sem tekur mið af kröfum fleiri staðla, eins og ISO 9001 og OSHAS 18001. Með slíkri samþættingu verður til eitt öflugt stjórnkerfi sem tekur mið af ólíkum þörfum viðkomandi reksturs.


Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri umhverfis og skipulags
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180