Neyðarstjórnun

Mörg fyrirtæki og stofnanir eru samfélagslega mikilvæg og getur það haft keðjuverkandi áhrif ef þarf að draga úr eða stöðva rekstur í kjölfar hættu- og neyðarástands. Slíkt ástand getur m.a. stafað af náttúruhamförum, eldsvoðum, slysum, skemmdaverkum, sprengingum og mengun. Vaxandi vitund er meðal fyrirtækja og opinberra aðila um mikilvægi þess að fyrirbyggja að slíkt ástand skapist og að því þurfi flýta sem mest að vinnustaðir og stofnanir komist sem fyrst af stað eftir áföll.

VSÓ Ráðgjöf býður upp á ráðgjöf á sviði neyðarstjórnunar og almannavarna. Sú ráðgjöf getur jafnt nýst fyrir opinbera aðila ríkis og sveitarfélaga, almannavarnir, einkaaðila og félagasamtök. Viðbragðsáætlanir og þjálfun starfsmanna tryggir skjótari og markvissari viðbrögð á neyðartímum. Mikilvægt er að neyðarskipulag fyrirtækja og stofnana sé aðlagað að skipulagi almannavarna, til að tryggja skjót og samræmd viðbrögð á neyðartímum.

Nánar um neyðarstjórnun
Í neyðarstjórnun felst að kortleggja hættu, gera úrbætur þar sem þess er þörf og móta viðbrögð til að komast hjá rekstrarstöðvun á neyðartímum og draga úr afleiðingum áfalla.  Mótun neyðarstjórnunarkerfis sem unnin er með starfsmönnum fyrirtækisins, eykur vitund starfsmanna og samstarfsaðila og leiðir jafnframt til úrbóta. Viðbragðsáætlanir og þjálfun starfsmanna tryggir skjótari og markvissari viðbrögð á neyðartímum. Mikilvægt er að neyðarskipulag fyrirtækja og stofnana sé aðlagað að skipulagi almannavarna, til að tryggja skjót og samræmd viðbrögð á neyðartímum.

Neyðarstjórnun felur m.a. í sér:

  • Kortlagningu á innri og ytri starfsemi og áhættuþáttum fyrirtækis eða stofnunar
  • Gerð neyðaráætlunar þar sem m.a. eru ritaðar verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar um skipulag fyrirtækis eða stofnunar á hættu- og neyðartímum
  • Gerð rýmingaráætlunar
  • Aðlögun að skipulagi almannavarna á landsvísu og í héraði
  • Þjálfun starfsfólks í réttum viðbrögðum
  • Innleiðingu neyðarskipulags
  • Skipulagningu og framkvæmd æfinga

Stjórnsýsluráðgjöf á sviði neyðarstjórnunar felst í:

  • Ráðgjöf við neyðarstjórnun á neyðartímum og við endurreisn
  • Almenn ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir ríkis og sveitarfélaga í málefnum er varða almannavarnir og viðbragðsmál
  • Aðlögun núverandi neyðarskipulags að skipulagi almannavarna
  • Ráðgjöf til fyrirtækja og opinberra aðila vegna samskipta við ríki og sveitarfélög
  • Stjórnsýslugreiningar og stjórnsýsluúttektir
Nánar um viðbragðsáætlanir
Auk hefðbundinnar ráðgjafar í neyðarstjórnun hefur VSÓ Ráðgjöf einnig unnið sérhæfðar áætlanir með sveitarfélögum um viðbrögð við samfélagsáföllum. Þær áætlanir taka einnig á viðbrögðum starfsmanna og kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins á hættu- og neyðartímum.

 

Viðbragðsáætlanir fyrir fyrirtæki

Fjölmargir einkaaðilar gegna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi. Því er mikilvægt að skipuleggja viðbrögð á neyðartímum til að draga úr hættu á rekstrarstöðvun og tryggja markvissa endurreisn eftir áföll. VSÓ Ráðgjöf býður upp á gerð áhættumats og gerð neyðaráætlana fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þær ná yfir alla starfsemi fyrirtækisins og byggja m.a. á lögum um almannavarnir og vinnuvernd ásamt þeim lögum sem varða viðkomandi fyrirtæki og/eða atvinnugrein.

 

Viðbragðsáætlanir fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins

Ráðuneyti ríkisins og stofnanir sinna mikilvægum verkefnum í stjórnsýslunni. Samkvæmt lögum um almannavarnir ber þessum aðilum að kanna áfallaþol og gera viðbragðsáætlanir um viðbrögð á neyðartímum. VSÓ Rágjöf býður aðstoð við gerð áfallaþols ráðuneyta og stofnana ríkisins. Slíkar áætlanir taka á viðbrögðum á neyðartímum og við endurreisn.

 

Viðbragðsáætlanir fyrir sveitarfélög og almannavarnanefndir

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna nærþjónustu við íbúa sína. Komi til áfalla er mikilvægt að starfsemi sveitarfélaga raskist sem minnst og er því æskilegt að þau hafi tiltækar viðbragðsáætlanir til að bregðast við áföllum í samfélaginu. VSÓ Ráðgjöf býður upp á ráðgjöf við gerð slíkra áætlana. Viðbragðsáætlanir eru unnar í víðtæku samráði við viðkomandi sveitarfélag, þær ná yfir alla starfsemi sveitarfélaga og taka á skipulagi vegna náttúruhamfara og annarra samfélagsáfalla. Í þeirri viðbragðs áætlun er m.a. kveðið á um hlutverk sveitarstjórna og starfsmanna sveitarfélaga á neyðartímum og við endurreisn eftir samfélagsleg áföll. Einnig er boðið upp á ráðgjöf til almannavarnanefnda vegna gerðar viðbragðsáætlana í héraði.

 

Viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs inflúensu

Í Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu sem unnin var undir stjórn almannavarna og sóttvarnalæknis er gerð krafa til ýmissa samfélagslegra mikilvægra aðila um gerð neyðaráætlana vegna heimsfaraldurs inflúensu. VSÓ Ráðgjöf býður upp á ráðgjöf við gerð viðbragðsáætlana vegna heimsfaraldurs inflúensu. Við gerð þeirra er m.a. stuðst við lög um almannavarnir nr.82/2008 og lög um sóttvarnir nr.19/1997.


Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri umhverfis og skipulags
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180