Matvælaöryggi

VSÓ Ráðgjöf býður upp á sérhæfða þjónustu varðandi matvælaöryggi. Lögð hefur verið áhersla á eftirfarandi þætti:

 

Ráðgjöf við uppsetningu á matvælaöryggisstjórnunarkerfi t.d. ISO 22000

Með matvælaöryggisstjórnun er greint með markvissum hætti hvaða þættir í rekstri fyrirtækja hafa mest áhrif á  öryggi matvæla og fundnar leiðir til að stýra þeim á öruggan og hagkvæman hátt. Augum stjórnenda er þannig beint að mikilvægustu matvælaöryggismálunum og skilgreind eru mælanleg markmið einstakra þátta.

Með því að innleiða matvælaöryggisstjórnun  geta fyrirtæki  sýnt fram á hvernig höfð er stjórn á hættum sem lúta að matvælaöryggi til að tryggja að matvæli séu örugg til neyslu, þ.e.a.s. með því að innleiða HACCP , hreinlætisáætlanir og öll nauðsynleg grunnkerfi í eitt samþætt stjórnkerfi og að upplýsa hagsmunaaðila um það.

Mikilvægasti þáttur matvælaöryggisstjórnunar er að tengja saman í eitt öll kerfi sem hafa áhrif á matvælaöryggið s.s. HACCP, hreinlætismál, meindýravarnir og önnur kerfi sem tengjast heilnæmi matvæla.

Sérfræðingar VSÓ Ráðgjafar hafa reynslu í uppbyggingu matvælaöryggisstjórnunarkerfis  sem eru í samræmi við kröfur ISO 22000.

 

Þrifavæn hönnun (hygienic design)

Þjónusta vaðrandi þrifavæna hönnun beinist m.a. að eftirfarandi þáttum:

  • Ráðgjöf varðandi byggingu/breytingu á húsnæði fyrir matvælaframleiðslu s.s. hvaða kröfum þarf að mæta m.t.t hreinlætis og öryggis matvæla.  Markmið með þessari þjónustu er að tryggja að húsnæði sé hannað, byggt og viðhaldið m.t.t. hreinlætiskrafna og öryggis þeirra matvæla sem á að framleiða.
  • Áhættumat á búnaði/tækjum m.t.t. krafna um þrifavæna hönnun. Hönnun búnaðar er metin með skoðun og áhættumati á vinslulínum og einstökum búnaði.
  • Aðstoð við framleiðendur þar sem markmiðið er að sjá til þess að framleiðsla þeirra uppfylli lög og reglugerðir varðandi örugga og heilnæma framleiðslu á matvælum.
  • Þátttöku í rýnihópum innan fyrirtækja um þrifavæna hönnun.
  • Þjálfun og fræðslu.

 

Uppsetning handbóka fyrir innra eftirlit (HACCP)

Matvælafyrirtækjum er skylt að setja upp innra eftirlit í samræmi opinberar kröfur um matvælaeftirlit og hollustuþætti  við framleiðslu og dreifingu matvæla,  sem byggir á HACCP (GÁMES) aðferðafræði.  VSÓ hefur aðstoðað fyrirtæki við að setja upp handbók og skjalfesta innra eftirlit.


Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri umhverfis og skipulags
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180