Sjálfbærniskýrsla

Ávarp framkvæmdastjóra

Ágæti lesandi.

Þessi skýrsla er sett fram til að kynna starfsemi, stefnu og markmið VSÓ Ráðgjafar í sjálfbærni. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á hvernig við stöndum okkur, bæði innandyra og í þeim verkefnum sem við sinnum, auk þess að fara yfir stöðu settra markmiða.

Sjálfbærni hefur verið höfð að leiðarljósi í starfsemi VSÓ frá upphafi þegar horft er til umhverfis- og öryggismála, gæðamála og samfélagslegra ábyrgðar fyrirtækisins.

Við hjá VSÓ tökum hlutverki okkar alvarlega sem leiðandi á markaði í ráðgjöf á umhverfisstjórnun og umhverfismálum í víðum skilningi og viljum þannig stuðla að betra umhverfi í gegnum starfsemi okkar. Við sýnum gott fordæmi með gagnsæi og háleitum markmiðum í okkar starfsemi og viljum sjá innleiðingu á grænu leiðinni sem víðast í verkefnum okkar. Græna leiðin er þar sem við drögum fram það besta í verkefnum okkar, með áherslu á vistvænar og hagkvæmar lausnir t.d. í vistvænni hönnun, styðjum við jákvæða byggðaþróun og hringrásarhagkerfið og stuðlum að lágmörkun kolefnislosunar, auðlindanýtingar og úrgangsmyndunar. Grænar lausnir stuðla að góðri orkunýtingu, líffræðilegum fjölbreytileika og sjálfbærni íbúabyggðar.
Á komandi ári stefnir VSÓ á að setja sér sjálfbærnistefnu sem mun leggja áherslu á þrjár hliðar sjálfbærninnar, þ.e. umhverfi, samfélag og efnahag. Stefnan mun koma að öllum þáttum í starfsemi okkar.

Ég vil þakka öllu starfsfólki VSÓ heima og erlendis fyrir vel unnin störf á árinu 2021, viðskiptavinum og stjórn vil ég þakka gott samstarf.

Runólfur Þór Ástþórsson

Umhverfi

Stjórnarhættir

Félagslegir þættir

 

Hér fyrir neðan má nálgast sjálfbærniskýrslur VSÓ Ráðgjafar í heild sinni, á pdf formi.