Sjálfbærniskýrsla

Mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélagslegum málefnum er varða t.d. minnkun kolefnisspors, ræktun umhverfis, mótun umhverfislegra þátta, félagslegra þátta o.fl. hefur sjaldan verið mikilvægara en nú. Það er samfélagsleg ábyrgð allra að vera þátttakendur með einum eða öðrum hætti – þar skiptir þátttaka fyrirtækja ekki síst máli svo ekki sé talað um þá fyrirmynd sem þau skapa með því að vera leiðandi og sýna frumkvæði við þennan málaflokk.

VSÓ Ráðgjöf hefur markvisst tekið þátt í ráðgjöf, fræðslu og verkefnavinnu er tengist samfélagslegum málefnum almennt. Með innleiðingu og eftirfylgni t.d. grænu leiðarinnar hefur VSÓ Ráðgjöf orðið leiðandi á þeim markaði og tekist stolt á við komandi verkefni. Einnig er stefnumörkun okkar í félagslegum málefnum í stöðugri framför með t.d. þátttöku okkar í að styrkja mannréttindamál, stuðla að jafnrétti, hvetja til heilsusamlegs lífernis starfsfólks og fleira.

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni er höfð að leiðarljósi hjá VSÓ hvað varðar rekstur og verkefni. Það er stefna fyrirtækisins að starfsmenn hafi þekkingu og reynslu varðandi umhverfismál og samfélagslega ábyrgð og er starfsfólk hvatt til þess að vinna að og hafa þessi mál í huga við öll störf.  Frá árinu 2011 hefur VSÓ Ráðgjöf unnið eftir vottuðu Umhverfistjórnunarkerfi í samræmi við kröfur ISO 14001 og verið með Umhverfis- og samgöngustefnu þar sem áhersla er lögð  á að hvetja starfsfólk til að nota vistvænar samgöngur. Síðan þá hafa þýðingarmiklir umhverfisþættir verið vaktaðir og sett hafa verið markmið sem miða að því að gera sífellt betur.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sett til að vernda um hverfi og auðlindir jarðar samhliða því að bæta efnahag og lífskjör jarðarbúa. Árið 2019 voru tengsl starfsemi VSÓ við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna skoðuð sérstaklega og kortlögð miðað við starfsemina, sem er margæþætt og tengist mörgum heimsmarkmiðum.  Í Sjálfbærniskýrslu er fjallað um þau heimsmarkmið sem VSÓ hefur valið sérstaklega til að fylgja markvist eftir.  Þau snúa bæði að innra starfi fyrirtækisins og að verkefnum fyrir viðskiptavini.

Hér að aftan eru dregnar fram niðurstöður vöktunar VSÓ á nokkrum helstu umhverfisþáttum en með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má kynna sér sjálfbærniskýrsluna í heild.

Sjálfbærniskýrsla VSÓ Ráðgjafar 2020

Samgöngur

VSÓ styður við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum með því að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvænni samgöngur s.s. að nota strætó í ferðir til og frá vinnu og með því að tryggja aðgang að vinnubílum þannig að starfsfólk sé ekki háð því að koma á einkabíl í vinnuna til að komast á milli staða yfir daginn.  Um leið styðja þessar aðgerðir við heimsmarkmið 3 um heilsu og vellíðan því samhliða þessu er starfsfólk hvatt til þess að hjóla eða ganga til og frá vinnu, a.m.k. hluta leiðar. 

Stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi VSÓ kemur til vegna aksturs starfsfólks á einkabíl til og frá vinnu. VSÓ býður starfsfólki upp á fría strætómiða sem það getur nýtt sér til ferða til og frá vinnu og Strætó sem ferðamáti nýtur  síaukinna vinsælda meðal starfsfólks.  Árið 2019 fór starfsfólk samtals 2.755 ferðir með strætó og ef miðað við að farnir séu að meðaltali 5 km í hverri ferð jafngildir það samtals 10 ferðum í kringum landið. 

Bílafloti VSÓ samanstendur af bifreiðum sem nota bensín, dísel og metan.  Við innkaup á bílum er miðað við að bifreiðir eyði sem minnstu eldsneyti og séu sem umhverfisvænastar.  Til þess að bjóða upp á bæði vistvænni og heilsusamlegri valkost en bifreið fjárfesti VSÓ jafnframt í rafmagnsreiðhjóli árið 2019 sem starfsfólk getur nýtt sér til að sinna erindum sínum og hefur það komið komð að prýðilegum notum við styttri ferðir.  

Notkun strætómiða  [miðar/starfsmann]

 • 2019
 • 2018
 • 2014
 • 2010

Notkun eldsneytis*  [lítrar/starfsmann]

 • 2019
 • 2018
 • 2015
 • 2013
*Eldsneytisnotkun vegna vinnutengdra ferða starfsmanna (dísel, bensín og metan)

Vatns- og rafmagnsnotkun

VSÓ vinnur í samræmi við heimsmarkmið 7 um sjálfbæra orku, sem miðar að því að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.  VSÓ hvetur starfsfólk til að fara vel með og draga úr óþarfa orkunotkun og styður þannig einnig við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu.

Kalt vatn:  Kalt vatn er notað til kælingar á rýmum, á snyrtingum, baðaðstöðu og til drykkjar. Stefnan er að fara vel með auðlindir en um leið er verið að hvetja til kaldavatnsdrykkju og aukinnar hreyfingar.  Notkun á köldu vatni hjá VSÓ hefur verið rokkandi en þó farið stöðugt minnkandi frá því árið 2015.

Heitt vatn: Notkun á heitu vatni í Borgartúni 20, mælt í rúmmetrum pr. starfsmann hefur farið minnkandi undanfarin ár en langstærsti hluti heitavatnsnotkunar fyrirtækisins er vegna húshitunar.  Heildarnotkun fyrir húsnæðið hefur verið breytileg milli ára og talið er að útihitastig hafi mest áhrif á notkunina.  

Rafmagn: Rafmagnsnotkun hjá VSÓ, mæld í kílóvattsundum pr. starfsmann, hefur farið minnkandi undanfarin ár.  Hver starfsmaður notar því minna rafmagn árið 2020 heldur en hann gerði árin á undan.  Rafmagnsnotkun pr. starfsmann árið 2020 er 7% minni en árið á undan og 36% minni en hún var árið 2014. Ástæðuna fyrir minni rafmagnsnotkun má að hluta til rekja til þess að netþjónar fyrirtækisins eru komnir úr húsi og gögn vistuð í gagnaveri en þar með flyst orkunotkunin annað.  Atriði eins og áherslur á að starfsmenn slökkvi ljós, aðgangsstýrð lýsing, sparneytnari perur og minni útprentun hefur þó einnig talsverð áhrif. Rafmagnsnotkun vegna hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla er u.þ.b. 3% af heildarnotkun.

 

Kalt vatn  [m3/starfsmann]

 • 2020
 • 2019
 • 2018
 • 2015

Heitt vatn [m3/starfsmann]

 • 2020
 • 2019
 • 2018
 • 2015

Rafmagn [kWh/starfsmann]

 • 2020
 • 2019
 • 2014
 • 2009

Pappír

Stýring á notkun og innkaupum á pappír hefur áhrif á loftslag og styður við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og heimsmarkmið 15 um líf á landi.  Allur pappír sem keyptur er inn er frá skógum undir sjálfbærri stjórn.  Pappírsnotkun fyrirtækisins hefur t.d. frá árinu 2010, þegar aðgangsstýrðir prentarar voru teknir í notkun, minnkað úr 79 kössum af A4 pappír í 41 kassa af A4 pappír árið 2019.   Fjöldi keyptra kassa af A4 pappír árið 2020 voru 25.

Pappírsnotkun  [A4 kassar/starfsmann]

 • 2020
 • 2019
 • 2014
 • 2010

Úrgangur

Stýring á úrgangsmálum styður við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu með ábyrgum innnkaupum, minnkun á myndun úrgangs og endurvinnslu og endurnýtingu á því sem hægt er.

Samanburður á milli ára er nokkuð erfiður vegna stórra tiltekta árin 2018 og 2015, það getur þó kallast jákvætt þegar þessi tvö ár eru borin saman hversu mikið hærra hlutfall fer í endurvinnslu árið 2018 heldur en 2015. Magn heildarúrgangs pr. starfsmann hefur einnig farið stöðugt minkandi undanfarin ár, að undanskildu árinu 2018.  Hlutfall úrgangs til endurvinnslu var komið í 35% árin 2016 og 2017 en lækkaði aftur árin 2019 og 2020. Ekki hefur fundist nein einhlýt skýring á því og sett hefur verið af stað framfararverkefni til þess að bæta úrgangsstjórnun hjá VSÓ. Skífurnar hér að neðan sýna hlutfall flokkaðs úrgangs á milli ára.

Magn heildarúrgangs árið 2020 minnkaði um 44% sem skyrist af áhrifum Covid faraldursins þar sem flestir starfsmenn voru í fjarvinnu stóran hluta ársins.

Heildarúrgangur  [kg]

 • 2020
 • 2018
 • 2017
 • 2015

%

2020

Hlutfall úrgangs sem fer til endurvinnslu.

%

2018

%

2017

%

2015