Gæðakerfi

VSÓ Ráðgjöf hefur byggt upp gæðakerfi sem fengið hefur vottun skv. ÍST ISO 9001:2015,
ÍST ISO 14001:2015 og ÍST ISO 45001:2018 og tekur kerfið á öllum þáttum í starfsemi fyrirtækisins.

Einnig hefur VSÓ byggt upp jafnlaunakerfi og hlotið jafnlaunavottun skv. staðlinum ÍST 85.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu hans hefur fyrirtækið komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Gæðakerfi VSÓ Ráðgjafar er vottað af óháðum aðila og er tekið út af sama aðila tvisvar á ári.

 

ISO 9001  Vottorð um Gæðakerfi – ÍST ISO 9001

ISO 14001  Vottorð um umhverfisstjórnunarkerfi – ÍST ISO 14001

  Vottorð um vinnuöryggisstjórnunarkerfi – ÍST ISO 45001

  Vottorð um jafnlaunakerfi – ÍST 85