Sjálfbærniskýrsla

 

Stjórnarhættir

Stjórnarhættir eiga við um kynjahlutfall í stjórn, óhæði stjórnar, kaupauka, kjarasamninga, siðareglur birgja, siðferði og aðgerðir gegn spillingu, persónuvernd, sjálfbærniskýrslur, starfsvenjur við upplýsingagjöf ásamt því að gögn séu tekin út og sannreynd af ytri aðila.

Leiðbeiningar UFS voru fyrst notaðar sem viðmið, fyrir Sjálfbærniskýrslu VSÓ árið 2020. Leiðbeiningarnar eru nýttar til að miðla ófjárhagslegum upplýsingum til að gefa mynd af stefnum og starfsháttum VSÓ um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Stjórnunarkerfi VSÓ tekur mið af sjálfbærni og er tekið út af utanaðkomandi vottunaraðila. Í stjórnunarkerfum eru upplýsingar um gæða-, umhverfis- , öryggis – og heilsumál en kerfið uppbyggt í samræmi við kröfur í alþjóðlegum stöðlum.

Í stjórn fyrirtækisins eru 6 aðilar, þrjár konur og þrír karlar. Áhersla er lögð á að breidd starfsfólks endurspeglist í stjórn, bæði hvað varðar kyn og aldur. Fyrirtækið er í eigu starfmanna þess, en hluthafar eru 21 starfandi hjá VSÓ. Komið hefur verið upp matskerfi sem gerir starfsfólki kleift að óska eftir því að gerast hluthafi í félaginu, en markmið meirihluta núverandi eigenda er að einungis starfsfólk geti verið hluthafar.

Ábyrgir stjórnarhættir

VSÓ leggur áherslu á að veita verðmæta og skilvirka þjónustu og að reksturinn sé fjárhagslega sjálfbær. VSÓ hefur verið á lista Credit info yfir framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2014. VSÓ á fulltrúa í stjórn Félags ráðgjafaverkfræðinga og leggur þannig sitt framlag á vogarskálina um að stuðla að eðlilegu samkeppnisumhverfi og að verkfræðivinna í landinu styðji við jákvæðan hagvöxt og góða innviði samfélagsins. Starfsfólk VSÓ kennir verkfræðigreinar í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavik.

Við innkaup á þjónustu og vörum hefur VSÓ sett fram viðmið til að meta birgja og þjónustuaðila sem m.a. taka á umhverfismálum, öryggi og heilsu

VSÓ leggur áherslu á jákvætt andrúmsloft og gott vinnuumhverfi. Þannig viljum við laða að okkur gott starfsfólk. Starfsfólk leggur sig fram um að skilja vandamál viðskiptavina. Reglulega er ánægja viðskiptavina metin og sett eru markmið um að ná stöðugt betri árangri og að allir viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna.

Markmið VSÓ á komandi ári er að tryggja ábyrga stjórnarhætti sem sýna að fyrirtækið axli ábyrgð á verkum sínum. Að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu sem skilar viðskiptavinum góðum lausnum og að 90% viðskiptavina mælist ánægður í könnunum.

 

Hér fyrir neðan má nálgast sjálfbærniskýrslur VSÓ Ráðgjafar í heild sinni, á pdf formi.

Lykilatriði um stjórnarhætti

Að viðskiptavinurinn sé ánægður.

Gagnsæi.

Hugað sé að hagsmunaaðilium.

Lög og reglur uppfylltar.

Viðmið VSÓ við mat á birgjum
og þjónustuaðilum

Geta til að útvega vöru/þjónustu
á tryggan hátt.

Verð á vöru og þjónustu.

Fyrri verkefni undirverktaka og þjónustuaðila.

Reynsla VSÓ af samstarfi við undirverktaka
og þjónustuaðila.

Fagmennska.

Skjalfest gæðakerfi, verklag eða ferli sem unnið er eftir.

Umhverfisstjórnu, verklag eða ferli sem unnið er eftir.

Skipulagt vinnuverndarstarf.